Heim > Uncategorized > Pappahjálmar!

Pappahjálmar!

Reiðhjólahjálmar úr bylgjupappa! Afhverju ekki?

Anirudha Rao, hönnunarnemi frá London, hefur hannað reiðhjólahjálm úr bylgjupappa og kallar hann Kranium. Pappinn er vatns- og svitaheldur. Hjálmurinn uppfyllir EN 1078 staðalinn fyrir hjólabretta-, hjólaskauta- og hjólahjálma (sem er reyndar hálfgerður „drasl staðall“ þegar kemur að reiðhjólahjálmum til notkunar í umferðinni, þó að mati Kiwanisklúbbsins sé hann fullgóður  á meðan hjálmarnir eru ekki notaðir á skíðum!).

Hjálmurinn er settur saman úr papparenningum og hugmyndin er að hægt sé að velja hvern renning fyrir sig fyrir hvern kaupanda. Þannig aukast líkurnar töluvert á að kaupandi endi með hjálm sem passar honum óháð því hvort hann sé með „staðlað höfuðlag“ eða ekki. Snilld.

Mynd eftir Anirudha Rao

  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd