„Fixed gear“

Þegar reiðhjól er notað til þess að komast í og úr vinnu, þá er mikilvægt að áreiðanleiki sé í fyrirúmi. Því hafa margir, og áhuginn virðist sí-vaxandi á þessu fyrirbæri, farið þá leið að einfalda hjólín sín eins og hægt er. Þá liggur beint við að losa sig við hluti sem ekki eru endilega nauðsynlegir til þess að komast frá einum stað til annars. Í þessum flokki mætti setja aukahluti eins og bretti, bögglabera, standara og fleira í þeim dúr (þótt bretti séu í raun nauðsynleg um vetrartíman). Svo má ganga alla leið í þessu og einfalda hjólið þangað til að ekkert stendur eftir nema hinir al-nauðsynlegustu hlutir. Þannig eru flest fixed gear hjól uppsett og má segja að hjól í slíkum dúr séu með hreinustu táknmyndum einfaldleikans í reiðhjólum.

fg1m

Hér má sjá mitt Fixed gear hjól…Einfalt og gott

Fixed Gear hjól (gjarnan kölluð fixed wheel hjól í UK og Ástralíu) eru knúin af keðju og tannhjólum eins og venjubundin hjól en aðeins er um einn gír að ræða, þ.e. eigandinn verður að velja sér það hlutfall milli aftur- og framtannhjóls sem honum finnst hæfilegt og svo halda sig við það. Ekkert skrallnaf er heldur til staðar eins og á venjubundnum hjólum. Því er það svo að á þessum hjólum að ekki er hægt að látta sig renna. Aftara tannhjólið, er skrúfað beint á afturnafið og tryggt með lásró. Því verður eigandinn alltaf að snúa pedalasveifunum þegar hjólið er á hreyfingu, hvort sem hann er að fara upp eða niður brekkur eða á jafnsléttu. Svo framarlega sem afturhjólið snýst, þá snúast sveifarnar. Þegar nokkurri leikni er náð í hjólreiðum á slíku hjóli getur eigandinn stjórnað hraða og nauðhemlað einungis með því að auka viðnám með fótunum. Því getur hann/hún ef hann er þannig þenkjandi losað sig alfarið við handbremsur. Þá er komið hjól sem er eins einfalt og þau gerast. Engir gírar eða bremsur sem þarf að stilla, né heldur vírar sem slitna, teygjast og þarfnast viðhalds. Það eina sem eigandinn þarf að fylgjast með er að keðjan sé vel strekkt og smurð og fylgjast með legum eins og í öllum venjulegum hjólum.

Fyrstu reiðhjólin eru náskyld Fixed gear hjólunum, en fastgírinn var alment notaður áður en Ernst Sachs hóf fjöldaframleislu á skrall/frínafinu (freewheel) árið 1898. En, þrátt fyrir að tæknin hafi verið til staðar eftir það þá varð notkun á gírum og frínöfum ekki almenn fyrr en í kringum 1940. Á árunum fyrir 1937 notuðust menn við eins gírs fastgírshjól í öllum helstu hjólreiðakeppnum, þar á meðal Tour De France. Þó kom það fyrir að menn notuðu svokölluð flip flop nöf þar sem hægt var að hafa tvo mismuandi gíra á nafinu, sitthvoru megin. Þannig að venjulega yrði notast við t.d. 16tanna hjól en fyrir brekkurnar var afturgjörðin losuð af og snúið við þar sem þar var 18t hjól oft með frínafi innbyggðu. Þar með fékkst léttara hlutfall og hægt var að láta sig renna niður brekkurnar eftir að upp var komið(ef frínaf var til staðar). Ástæðan fyrir að gírar voru ekki notaðir að neinu marki var sennilega sú að þar sem gírar voru tiltölulega nýtilkomnir, óáreiðanlegir og þungir, var það ekki þess virði að notast við þá.

Í gegnum tíðina hafa “fastgírshjól” einnig verið notuð í brekkuklifri og svo auðvitað í “Track” keppnum í hjólreiðahöllum (velodrome) þar sem þau eru notuð enn þann dag í dag.

fg2m

Lárétt dropout eru mikilvæg til þess að hægt sé að strekkja keðjuna, en hægt er að nota keðjustrekkjara ef um lóðrétt dropout er að ræða

Í almennri notkun hafa það sennilega verið mest hjólasendlar sem hafa tekið hvað mestu ástfóstri við fastgírshjólin, og er áreiðanleiki þeirra líklega einn stærsti þátturinn í vinsældum þeirra meðal sendla í hinum ýmsu borgum heims.

Ástæða þess að venjulegt fólk kýs að notast við fastgírshjól í dags til dags hjólreiðum eru hinsvegar margfaldar. Ein aðal-ástæðan er eins og hjá sendlinum; einfaldleikinn og lítið viðhald. Það þarf í raun bara að fylgjast með því að keðjan sé strekkt og smurð og að hæfilegur þrýstingur sé í dekkjunum. Einnig má nefna að í borgum þar sem hjólaþjófnaður fer mikinn er gott að notast við slíkan fararskjóta, sér í lagi vegna þess að þessi hjól hafa nánast enga hluti sem er auðveldlega hægt að stela af þeim. Fastgírshjól eru yfirleitt án allra “quick release” hluta, þar er, allt er tryggt með róm eða boltum og þarafleiðandi erfitt að ná nokkru af hjólinu nema að maður sé með viðeigandi sexkant eða lykil í vasanum. Einnig krefst það nokkurrar kunnáttu að hjóla á slíku hjóli svo ef þjófurinn er óvanur hjólum af þessari gerð má gera ráð fyrir því að hjólið hendi honum af sér á fyrstu metrunum sem er ákveðin þjófavörn í sjálfu sér. Einnig notast margir hjólreiðamenn sem stunda götuhjólreiðar við fastgírshjól sem æfingahjól á veturna til þess að styrkja sig og til þess að æfa sveifastroku sína, þ.e.a.s. til þess að reyna að fá jafnari og skilvirkari stroku. Því miður verður einnig að nefna að sumir notast við þessi hjól í dag einungis vegna þess að þau hafa ákveðið tískugildi í augnablikinu og eru því orðin einhverskonar stöðutákn.

Þrátt fyrir allar ástæðurnar hér að ofan er ótalin veigamesta ástæðan fyrir að fólk notast við fastgírs hjól:

Það er gaman að hjóla á þeim!

Þegar ekki er um neinar gírskiptingar að ræða eða annan óþarfa, verður hjólatúrinn einhvernveginn hreinni. Menn fara allt í einu að líta í kringum sig, og njóta þagnarinnar, náttúrunnar eða borgarlífsins. Fastgírshjól eru nánast algjörlega hljóðlaus og auk þess fær hjólreiðamaður þá tilfinningu á þeim að hann sé í beinni tengingu við hjólið og veginn. Menn fara allt í einu að velta meira fyrir sér leiðavali, kjósa ekki endilega að fara styðstu leiðina heldur frekar kannski fáfarnari leið ellegar þá leið sem hentar þeirra gírhlutfalli betur. Þá er ekki óalgengt að með tilkomu fastgírshjólsins fari menn að horfa mun lengra fram á veginn, reyna að hitta á ljós, og reyna að fljóta í gegnum umferðina áreynslulaust og með mýkt og tign.

Þetta gerir það að verkum að allt í einu er venjulegur hjólatúr algerlega ólíkur því sem hann áður. Þetta er ekki aðeins vegna algerlega nýrrar tilfinningar sem fastgírshjólið gefur eiganda sínum, heldur eru nýjar áskoranir á hverju horni, gangstéttarbrún eða brekku.

Því má segja að maður gangi hálfpartinn í barndóm við að fá sér slíkt hjól. Hjólreiðarnar verða aftur eins og þegar maður var að læra að hjóla, allt er baðað nýju ljósi. Það eitt í sjálfu sér er þess virði fyrir menn og konur sem njóta hjólreiða að prófa fastgírshjól. Þó skal sá varnagli sleginn að erfitt er að snúa aftur ef slíkt hjól er prófað…verið því undirbúin að kaupa slíkt hjól eða breyta götuhjóli í fastgírshjól ef þið fáið að njóta þeirrar ánægju að prófa eitt slíkt.

Halldór Gunnarsson

Þegar reiðhjól er notað til þess að komast í og úr vinnu, þá er mikilvægt að áreiðanleiki sé í fyrirúmi. Því hafa margir, og áhuginn virðist sí-vaxandi á þessu fyrirbæri, farið þá leið að einfalda hjólín sín eins og hægt er. Þá liggur beint við að losa sig við hluti sem ekki eru endilega nauðsynlegir til þess að komast frá einum stað til annars. Í þessum flokki mætti setja aukahluti eins og bretti, bögglabera, standara og fleira í þeim dúr (þótt bretti séu í raun nauðsynleg um vetrartíman). Svo má ganga alla leið í þessu og einfalda hjólið þangað til að ekkert stendur eftir nema hinir al-nauðsynlegustu hlutir. Þannig eru flest fixed gear hjól uppsett og má segja að hjól í slíkum dúr séu með hreinustu táknmyndum einfaldleikans í reiðhjólum.

Hér má sjá mitt Fixed gear hjól…Einfalt og gott

Fixed Gear hjól (gjarnan kölluð fixed wheel hjól í UK og Ástralíu) eru knúin af keðju og tannhjólum eins og venjubundin hjól en aðeins er um einn gír að ræða, þ.e. eigandinn verður að velja sér það hlutfall milli aftur- og framtannhjóls sem honum finnst hæfilegt og svo halda sig við það. Ekkert skrallnaf er heldur til staðar eins og á venjubundnum hjólum. Því er það svo að á þessum hjólum að ekki er hægt að látta sig renna. Aftara tannhjólið, er skrúfað beint á afturnafið og tryggt með lásró. Því verður eigandinn alltaf að snúa pedalasveifunum þegar hjólið er á hreyfingu, hvort sem hann er að fara upp eða niður brekkur eða á jafnsléttu. Svo framarlega sem afturhjólið snýst, þá snúast sveifarnar. Þegar nokkurri leikni er náð í hjólreiðum á slíku hjóli getur eigandinn stjórnað hraða og nauðhemlað einungis með því að auka viðnám með fótunum. Því getur hann/hún ef hann er þannig þenkjandi losað sig alfarið við handbremsur. Þá er komið hjól sem er eins einfalt og þau gerast. Engir gírar eða bremsur sem þarf að stilla, né heldur vírar sem slitna, teygjast og þarfnast viðhalds. Það eina sem eigandinn þarf að fylgjast með er að keðjan sé vel strekkt og smurð og fylgjast með legum eins og í öllum venjulegum hjólum.

Fyrstu reiðhjólin eru náskyld Fixed gear hjólunum, en fastgírinn var alment notaður áður en Ernst Sachs hóf fjöldaframleislu á skrall/frínafinu (freewheel) árið 1898. En, þrátt fyrir að tæknin hafi verið til staðar eftir það þá varð notkun á gírum og frínöfum ekki almenn fyrr en í kringum 1940. Á árunum fyrir 1937 notuðust menn við eins gírs fastgírshjól í öllum helstu hjólreiðakeppnum, þar á meðal Tour De France. Þó kom það fyrir að menn notuðu svokölluð flip flop nöf þar sem hægt var að hafa tvo mismuandi gíra á nafinu, sitthvoru megin. Þannig að venjulega yrði notast við t.d. 16tanna hjól en fyrir brekkurnar var afturgjörðin losuð af og snúið við þar sem þar var 18t hjól oft með frínafi innbyggðu. Þar með fékkst léttara hlutfall og hægt var að láta sig renna niður brekkurnar eftir að upp var komið(ef frínaf var til staðar). Ástæðan fyrir að gírar voru ekki notaðir að neinu marki var sennilega sú að þar sem gírar voru tiltölulega nýtilkomnir, óáreiðanlegir og þungir, var það ekki þess virði að notast við þá.

Í gegnum tíðina hafa “fastgírshjól” einnig verið notuð í brekkuklifri og svo auðvitað í “Track” keppnum í hjólreiðahöllum (velodrome) þar sem þau eru notuð enn þann dag í dag.

Lárétt dropout eru mikilvæg til þess að hægt sé að strekkja keðjuna, en hægt er að nota keðjustrekkjara ef um lóðrétt dropout er að ræða

Í almennri notkun hafa það sennilega verið mest hjólasendlar sem hafa tekið hvað mestu ástfóstri við fastgírshjólin, og er áreiðanleiki þeirra líklega einn stærsti þátturinn í vinsældum þeirra meðal sendla í hinum ýmsu borgum heims.

Ástæða þess að venjulegt fólk kýs að notast við fastgírshjól í dags til dags hjólreiðum eru hinsvegar margfaldar. Ein aðal-ástæðan er eins og hjá sendlinum; einfaldleikinn og lítið viðhald. Það þarf í raun bara að fylgjast með því að keðjan sé strekkt og smurð og að hæfilegur þrýstingur sé í dekkjunum. Einnig má nefna að í borgum þar sem hjólaþjófnaður fer mikinn er gott að notast við slíkan fararskjóta, sér í lagi vegna þess að þessi hjól hafa nánast enga hluti sem er auðveldlega hægt að stela af þeim. Fastgírshjól eru yfirleitt án allra “quick release” hluta, þar er, allt er tryggt með róm eða boltum og þarafleiðandi erfitt að ná nokkru af hjólinu nema að maður sé með viðeigandi sexkant eða lykil í vasanum. Einnig krefst það nokkurrar kunnáttu að hjóla á slíku hjóli svo ef þjófurinn er óvanur hjólum af þessari gerð má gera ráð fyrir því að hjólið hendi honum af sér á fyrstu metrunum sem er ákveðin þjófavörn í sjálfu sér. Einnig notast margir hjólreiðamenn sem stunda götuhjólreiðar við fastgírshjól sem æfingahjól á veturna til þess að styrkja sig og til þess að æfa sveifastroku sína, þ.e.a.s. til þess að reyna að fá jafnari og skilvirkari stroku. Því miður verður einnig að nefna að sumir notast við þessi hjól í dag einungis vegna þess að þau hafa ákveðið tískugildi í augnablikinu og eru því orðin einhverskonar stöðutákn.

Þrátt fyrir allar ástæðurnar hér að ofan er ótalin veigamesta ástæðan fyrir að fólk notast við fastgírs hjól:

Það er gaman að hjóla á þeim!

Þegar ekki er um neinar gírskiptingar að ræða eða annan óþarfa, verður hjólatúrinn einhvernveginn hreinni. Menn fara allt í einu að líta í kringum sig, og njóta þagnarinnar, náttúrunnar eða borgarlífsins. Fastgírshjól eru nánast algjörlega hljóðlaus og auk þess fær hjólreiðamaður þá tilfinningu á þeim að hann sé í beinni tengingu við hjólið og veginn. Menn fara allt í einu að velta meira fyrir sér leiðavali, kjósa ekki endilega að fara styðstu leiðina heldur frekar kannski fáfarnari leið ellegar þá leið sem hentar þeirra gírhlutfalli betur. Þá er ekki óalgengt að með tilkomu fastgírshjólsins fari menn að horfa mun lengra fram á veginn, reyna að hitta á ljós, og reyna að fljóta í gegnum umferðina áreynslulaust og með mýkt og tign.

Þetta gerir það að verkum að allt í einu er venjulegur hjólatúr algerlega ólíkur því sem hann áður. Þetta er ekki aðeins vegna algerlega nýrrar tilfinningar sem fastgírshjólið gefur eiganda sínum, heldur eru nýjar áskoranir á hverju horni, gangstéttarbrún eða brekku.

Því má segja að maður gangi hálfpartinn í barndóm við að fá sér slíkt hjól. Hjólreiðarnar verða aftur eins og þegar maður var að læra að hjóla, allt er baðað nýju ljósi. Það eitt í sjálfu sér er þess virði fyrir menn og konur sem njóta hjólreiða að prófa fastgírshjól. Þó skal sá varnagli sleginn að erfitt er að snúa aftur ef slíkt hjól er prófað…verið því undirbúin að kaupa slíkt hjól eða breyta götuhjóli í fastgírshjól ef þið fáið að njóta þeirrar ánægju að prófa eitt slíkt.

Halldór Gunnarsson

%d bloggurum líkar þetta: