Heim > Uncategorized > Afhverju hjóla Stokkhólmsbúar?

Afhverju hjóla Stokkhólmsbúar?

Hér er grein um könnun meðal hjólreiðmanna í Stokkhólmi þar sem þeir nefna helstu ástæður fyrir því að þeir hjóla.

  • 9 af hverjum 10 nefna hreyfingu
  • 8 af hverjum 10 nefna tímasparnað
  • 7 af hverjum 10 nefna umhverfissjónarmið

Mér finnst merkilegt hversu margir nefna tímasparnað. Ég held að fáir hjólreiðamenn á Íslandi spari tíma á því að hjóla (a.m.k. spara ég ekki tíma á því). Það væri mjög fróðlegt að sjá niðustöður svona könnunar á Íslandi. Það gæti gefið okkur hjólreiðaáróðursmönnum mikilvægar vísbendingar um hvernig best sé að höfða til fólks. Auðvitað væru þetta líka krítískar forsendur ef samgönguyfirvöldum dytti í hug að greina þarfir hjólreiðafólks. Hefur þetta verið kannað? Væri þetta ekki minnsta mál fyrir LHM?

 

  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd