Stolin hjól!

Hjólaþjófnaður er orðinn vandmál fyrir íslenska hjólreiðamenn, það er sorgleg staðreynd. Lengi vel dugði að nota ódýrstu gerð af lásum á hjólin hér á Klakanum. Lásarnir voru meira táknrænir, merki um að einhver eigi þetta hjól, heldur en að þeir hafi stöðvað (eða hægt mikið á) einbeittan þjóf. En nú er öldin önnur. Nánast daglega sér maður auglýst eftir hjólum sem hafa horfið jafnvel þó þeim hafi verið rækilega læst. Mörg þeirra finnast aldrei aftur og er grunur um að mörg þeirra séu flutt úr landi.

Hvað er til ráða?

Þó ástandið sé orðið slæmt hér er það enn verra annarsstaðar. Því eru til lausnir:

 1. Læsa hjólinu almennilega.  Notið góða „U-lock“ lása eða sterka keðjulása til að festa stellið við jarðfastan hlut. Notið svo víra til að læsa gjörðum og/eða sætum við stellið, sérstaklega ef það eru „quick release“ festingar á þeim.properly-locked
 2. Geyma hjólið í læstum geymslum. Þá á ég við geymslum sem fáir hafa aðgang að, hjólageymslur fjölbýlishúsa eru ekki svo öruggar lengur, jafnvel fyrir læst hjól.
 3. Ef hvorugt af ofantöldu er kostur verður maður að nota „einnota hjól“, þ.e.a.s. hjól sem hefur lítið verðgildi. Kannski álíka dýrt og almennilegur lás. Jafnvel á svoleiðis hjóli borgar sig að hafa nettan lás.

Þetta eru ekki lausnir:

 1. Að reyna að „fela“ verðgildi hjólsins með límmiðum eða málningu.
 2. Að leggja við hliðina á enn dýrara hjóli.
 3. Að læsa hjólum við ekkert, eða læsa hjólum saman. Þetta minnkar líkurnar á að hjól hverfi, en dugar alls ekki fyrir hjól sem eru einhvers virði.
 4. Þetta:
  Ekki gott
 1. Engar athugasemdir ennþá.
 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: