Heim > Uncategorized > Hugleiðingar hjólreiðamanns um Umferðarstofu og lögregluna

Hugleiðingar hjólreiðamanns um Umferðarstofu og lögregluna

Hlutverk lögreglu á Íslandi (skv. 2. grein lögreglulaganna) er m.a. að gæta almannaöryggis og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna.  Hlutverk Umferðarstofu er m.a. (skv. heimasíðu hennar) “að auka lífsgæði fólks með því að efla öryggi í umferðinni.”
Markmiðið með því að auka öryggi í umferðinni er augljóslega að minnka heilsutjón vegfarenda. Helsti mælikvarði Umferðarstofu á umferðaröryggi er fjöldi látinna í umferðinni á ári, en einnig er fjöldi slysa (alvarlegra og smávægilegra) og fjöldi slasaðra (alvarlega og smávægilega) líka mældur.
Hvorug þessara stofnana hefur það hlutverk að stuðla að bættri heilsu vegfarenda í víðari skilningi, bara að draga úr heilsutjóni af völdum umferðarslysa með auknu umferðaröryggi.
Öllum samgöngum (líka hjólreiðum) fylgir hætta á heilsutjóni vegna umferðarslysa. Hættan ræðst m.a. af umferðarmagni og umferðarörygginu. En hjólreiðar eru frábrugðnar vélvæddri umferð að því leiti að þær efla heilsuna. Hreyfingin við hjólreiðar bætir heilsuna en slysahættan getur leitt til heilsutjóns. Jákvæðu áhrifin á heilsuna eru þó margföld á við neikvæðu áhrif slysahættunnar. Þó er það augljóst að aukning hjólreiða hefur í för með sér fjölgun hjólreiðaslysa. Aukning hjólreiða samræmist því ekki hlutverki lögreglunnar og Umferðarstofu. Þó að tilgangur umferðaröryggishlutverks lögreglu og Umferðarstofu sé að bæta heilsu vegfarenda, á takmarkið að nást bara með því að fækka slysum, sem er viss þversögn þegar um er að ræða hjólreiðar.
Hlutverk Lýðheilsustöðvar er “að skapa landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs”. Undir þá skilgreiningu falla bæði jákvæðu áhrif hjólreiðanna á heilsuna og slysahættan. Þar sem að jákvæðu áhrifin eru meiri en neikvæðu áhrifin (slysahættan) er þarna viss “hagsmunaárekstur” milli hlutverka Lýðheilsustöðvar annarsvegar og lögreglu og Umferðarstofu hinnsvegar. Lýðheilsustöð hvetur til aukinna hjólreiða sem hefur slæm áhrif á tölfræðina hjá Umferðarstofu.
Þessi hlutverkaskipti opinberra stofnana er gott að hafa í huga þegar ummæli lögreglunnar og Umferðarstofu um umferðaröryggi hjólreiðamanna eru skoðuð. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þessara aðila að þeir “tali upp hjólreiðar”. Jafnvel vinnur hlutlaus fræðsla um umferðaröryggismál hjólreiðamanna ekki að hlutverki lögreglu og Umferðarstofu. Lýðheilsustöð (nú Landlæknisembætti) ætti að geta verið sú opinbera stofnun sem veitir hlutlausar upplýsingar heildaráhrif hjólreiða á heilsuna. Hugsanlega væri kröftum hagsmunasamtaka hjólreiðamanna (og allra útvarpsgjaldsgreiðenda) betur varið í að berjast fyrir því að Lýðheilsustöð verði meira áberandi í umfjöllun um hjólreiðar en að berjast við vindmyllur (t.d. Einar Magnús).

 1. september 23, 2011 kl. 5:22 e.h.

  Skemmtileg grein og góð rök. Ég skil þó ekki þetta með útvarpsgjaldsgreiðendur?

  • hjoladu
   september 26, 2011 kl. 8:49 f.h.

   Hvar er líklegast að maður heyri boðskap Umferðarstofu um umferðaröryggi hjólreiðamanna?

 2. september 23, 2011 kl. 6:47 e.h.

  Takk fyrir greinina.
  Það er reyndar ekki sjálfgefið að umferðarslysum fjölgi með aukningu hjólreiðamanna, og þá sérstaklega ekki ef dregur úr akstri bíla og fleiri bílstjórar nota líka reiðhjólið oftar en áður. Meiri likur er á að slysum fjölgi meðal hjólreiðamanna, ef horft er til þess hóps einangrað. Þó virðist vera að samhliða aukningu í hjólreiðum þá koma þau út á göturnar sem hafa áður veigrað sér, vegna ýmissa ástæðna og oft fara að meðaltali varlegra en „hard-core“ hjólreiðamaðurinn.

  En í Óðinsvéum og að mig minnir viða annars staðar hafa menn séð að fjöldin sem hjólar hafi aukist, en fjöldi alvarlegra umferðarslysa hafi minnkað. Held að þetta hafi komið fram í máli Troels Andersen á ráðstefnuna „Hjólum til framtíðar“ : http://lhm.is/lhm/frettir/721-hjolum-til-framtidar-radstefna-20110916 eða ( http://lhm.is/lhm/frettir/721 )
  Kemur örugglega líka fram í glærum Thomas Krag frá hjólaráðstefnuna 2005 : http://www2.lydheilsustod.is/frettir/hreyfing/nr/1782

  Varðandi að nota peninga RÚV, þá ertu væntanlega að benda á útvarpspistla um umferðaröryggi ? „Auglýsingar“ Umferðarstofu á sjónvarpi eru borgaðar út af öðrum vasa að ég held. En reyndar þá var Sigurður Helgason að tala á mjög jákvæðum nótum um Samgönguviku og sérstaklega „Hjólum til framtíðar“ í Samfélaginu í nærmynd mánudaginn fyrir ráðstefnuna og mánudaginn eftir.

  Hvað varðar að koma jákvæðum skilaboðum um hjólreiðar oftar á framfæri á RÚV (gufuna), þá held ég að ég geti upplýst að unnið sé í þeim efnum, og allt litur út fyrir að gott samstarf, mögulega tímabundið, geti orðið við sama þáttaröð.

  Lýðheilsustöð er ei meir, en tortryggni mín minnkaði þegar Landlæknisembættisembættið styrkti „Hjólum til framtíðar“. Sennilega gerðist það fyrir tilstilli ábyrgðarmaður „hreyfingar“ sem var á Lýðheisustöð en nú vinnur hjá Landlækni.

  En niðurlagið hjá þér er að einblima á að styrkja samstarfið við öfl sem eru jákvæð í garð hjólreiða. Það er u ráð sem eru góðra gjalda vert.

  Og það fyndna er að LHM hefur lengi gert einmitt þetta. Birtist meðal annars fram ef maður skoða styrkaraðilar við „Hjólum til framtíðar“ og „Hjólað í vinnuna“. En læti á það til að vera sýnilegra. Þegar einhver bitur þá velur LHM eða einhver sýnilegur sem starfar með LHM stundum að verjast bitinu. Mjög oft á bak við tjöldin, eða að formlegum leiðum, stundum opinberlega.

 3. hjoladu
  september 26, 2011 kl. 9:12 f.h.

  Takk fyrir svarið Morten.

  Varðandi áhrif hlutdeild hjólreiða í samgöngum á heildarfjölda umferðarslys og fjölda alvarlegra umferðarslysa:
  Ég hef séð svona tölfræði frá Danmörku, en held að almennt þýði lítið að velta þessu fyrir sér á Íslandi. Það er svo sárgrætilegur skortur á allri tölfræði að allar svona vangaveltur verða voðalega þýðingarlitlar. Í greininni leyfi ég mér samt að álykta að hjólreiðaslysum fjölgi með aukningu hjólreiða, og jafnvel það get ég varla rökstutt með íslenskri tölfræði og verð að skýrskota til „almennrar skynsemi“ með orðalaginu „Það er augljóst…“. Eins og þú hefur örugglega tekið eftir nota menn þetta orðalag þegar þeir koma með fullyrðingar sem þeir hafa engin rök fyrir 😉

  Greinin átti ekki að vera gagnrýni á störf ykkar hjá LHM, síður en svo. Ég er mjög þakklátur fyrir fórnfúst og vandað starf ykkar og er ekki neinni aðstöðu til að gagnrýna það. Nálgunin átti frekar að vera sú að við áttum okkur á þessum „bjöguðu hagsmunum“ US og Lögreglunnar þegar við lesum og heyrum frá þeim skilaboðin. T.d. er ég foreldri í sveitarfélagi þar sem gilda að mínu mati fáránlegar lögreglusamþykktir sem banna hjólreiðar barna.

  Lýðheilsustöð er auðvitað orðin hluti af Landlæknisembættinu, takk fyrir að minna mig á það.

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: