Heim > Uncategorized > Snjallhjól

Snjallhjól

Hjól með innbyggðum nándarskynjurum, leiðsögukerfi, staðsetningartæki, „hjólaleitarkerfi“, ljósum og samskiptabúnaði. Afhverju ekki?

build_black_black

Vanguard frá Vanhawks gæti kallast „snjallhjól“. Það varar þig við ef einhver kemur aftan að þér („draftar“ þig) með titringi í höldunum. Hjólið hefur innbyggt staðsetningartæki og leiðsögukerfi sem segir þér til með ljósdíóðum í stýrinu. Hjólið (eða reyndar gagnagrunnur framleiðandans) heldur utan um allar upplýsingar um hjólaferðir þínar. Hjólið stingur upp á valkostum í leiðarvali, og notar til þess upplýsingar um leiðarval annarra hjólreiðamanna á svæðinu. Snjallhjólin á svæðinu hjálpast að við að leita að merkjum (rafrænum) frá stolnum snjallhjólum. Fram og afturljós eru innbyggð.

Þetta er allt búnaður sem hægt er að fá og skrúfa á hvaða hjól sem er (eða hlaða niður í snjallsímann). En hugmyndafræði Vanhawks er að þetta sé allt innbyggt í hjólinu sem haldi gullfallegu útlitinu og síminn er geymdur í vasanum. Þetta er „Apple hugmyndafræði“. Kemur í þremur litum.

Og já, það verður ekki batteríslaust, það er dýnamór í framnafinu. Reimdrifið er hljóðlaust og „viðhaldslaust“.

Hvað finnst þér?

  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd