Heim > Uncategorized > Fjallahjólabrautin í Kjarnaskógi

Fjallahjólabrautin í Kjarnaskógi

Takk!

Þeir sem lögðu þessa frábæru fjallahjólabraut eiga skilið af fá miklar þakkir frá okkur sem notum hana. Þetta er alveg hreint magnað framtak og það sést að hún hefur kostað mikinn svita, blóð og tár. Mér skilst að stór hluti vinnunnar hafi verið sjálfboðavinna fjallahjólamanna sjálfra. Ég kann ekki að nefna þá alla, en veit að Johan Holst, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, hefur barist ötullega fyrir að fá að leggja brautina og mér skilst að Magne Kvam hafi farið einn aðal-gaurinn hjá hjólamönnunum. Takk strákar.

Brautin er 12 km sæla, lengsta sérhannaða fjallahjólabraut landsins. Það þýðir ekkert að lýsa henni í orðum, þið verðið bara að prófa. Það er eitthvað fyrir alla (nema kannski allra harðasta fjallabrun). Það er hægt að fara alla 12 km eða bara hluta. Brautin byrjar á Naustaborgarstíg ofan Hamra og endar á gamla veginum upp í Kjarna rétt fyrir ofan Eyjafjarðarbraut vestari. Það er líka hægt að komast inn í brautina frá aðalstígnum, ég merkti þessa 3 staði með rauðum krossum á loftmynd, ég fann ekkert kort af brautinni í fljótu bragði.

Mynd: Johan Holst

Auglýsingar
  1. júní 2, 2011 kl. 5:19 e.h.

    Þessi braut er alveg frábær og þeir sem standa að henni eiga mikið hrós skilið!

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: