Heim > Uncategorized > Innova nagladekk

Innova nagladekk

Næsti framleiðandi er Innova, ég veit ekki til þess að þau séu til sölu á Íslandi. Skoðum úrvalið:
Innova IA-2901 (Ice Husky)

Þetta dekk kemur í 26×2.1″ stærð og er með 268 nagla í 4 röðum, vegur 1200 g. Algengt verð í Bandaríkjunum er um 45 dollara.
Munstrið og breiddin lofa góðu fyrir torfærur en jafnast þó ekki við grófustu dekk annarra framleiðenda þrátt fyrir mikinn naglafjölda. Umsagnir eru nokkuð jákvæðar gagnvart frammistöðu, en ending nagla er víst lítil (meira um það neðar í færslunni).
Innova IA-2902 (Tundra Wolf)

Í 26″ stærð er þetta dekk 1.75″ breitt, með 104 nagla í 2 röðum, vegur 1020 g og algengt verð um 35 dollara. Það kemur einnig í 28×1.5″ (110 naglar), 700x35C (110 naglar), 700x38C (110 naglar) og 700x45C (114 naglar).
Munstrið svipar til Nokian 106W, þ.e.a.s. götudekk með naglana nálægt miðju. Helstu gallar samkvæmt umsögnum snúa að endingu nagla, annars virðast notendur nokkuð sáttir.
Innova Snow Fox

Dekkið kemur í 20×1.75″ stærð með 144 nagla í 2 röðum og kostar 35 dollara hjá bikesdirect.com. Ég fann þetta dekk ekki á heimasíðu framleiðanda, þ.a. þetta gæti verið einhverjar leifar af lager sem þeir eru að selja.

Munstirð virðist vera með naglana svolítið til hliðar, en þó gróft munstur. Viðnám er því líklega töluvert, en munstrið lofar góðu fyrir snjó.

Á heimasíðu Innova eru fleiri gerðir af nagladekkjum sýndar, en ég hef ekki fundið þær til sölu á netinu og því verður ekki fjallað um þau hér.

Innova dekkin eru líklega þau ódýrustu á markaðnum og þyngri en flest önnur. Helstu gallar sem notendur minnast á er ending nagla, þetta eru stálnaglar en eru ekki með karbít miðju. Innova mælir hinsvegar með því að notendur skipti um slitna nagla og selja bæði nagla og verkfæri til þess.
Þekkir einhver til þessara dekkja?

  1. febrúar 17, 2010 kl. 11:45 e.h.

    Ég þekki ekki þessi dekk en ég hef notað dekk frá Biltema.se sem eru líka bara með málmnöglum. Þeir naglar hafa enst mér í 1-2 ár eftir aðstæðum. Maður sem hjólar mikið á þeim mundi líklega ná að slíta parinu yfir veturinn.

    Þessi dekk hjá mér eru nú með slétta útflatta nagla og ég er búin að skipta yfir í Nokian með karbíd nagla með miklu betri endingu. Biltema dekkin eru eitthvað þyngri en að öðru leyti ágætis dekk fyrir utan naglana. Verðið á þeim í dag er 260 sænskar krónur. Ég mundi nú persónulega mæla frekar með Nokian. Ég veit ekki til þess að Biltema hafi selt naglasett til að skipta um nagla. Ef einhver vill kaupa svona dekk af mér skal ég selja mín. 🙂

  2. hjoladu
    febrúar 18, 2010 kl. 8:40 f.h.

    Biltema dekkin eru Innova dekk. Allavegana eru mótorhjóladekkin frá Biltema merkt Innova, og myndin af dekkinu á biltema.se er af Innova Ice Husky sýnist mér.
    Hvernig er viðnámið í Biltema dekkjunum miðað við Nokian?

  3. febrúar 18, 2010 kl. 10:12 f.h.

    Mér finnst Biltema dekkin hafa aðeins meira viðnám en Nokian. Þau eru líka þyngri. Þau reyndust mér hins vegar vel á meðan ég var að slétta úr nöglunum. Ég þarf líka að útbúa nokkur hjól með nagladekkjum og því freistast maður til að taka það ódýrasta. Verðmunurinn á Biltema og Nokian er ekki nægur til að réttlæta kaupin á Biltema finnst mér. En það er kannski bara vegna þess að ég hef ráð á Nokian dekkjunum. 🙂

    Biltema hefur annars margt mjög gott fyrir hjól og verðið er viðráðanlegt. Ég get mælt með brettunum þeirra og díóðuljósunum. Vatnsþéttu töskurnar eru líka ágætar en festingarnar brotna með tímanum einkum ef kemur skakkt átak á þær eða þær eru ofhlaðnar. Þær eru ódýrar, slitsterkar og gersamlega vatnsþéttar en þyngri en Ortlieb. Erfitt eða útilokað hefur reynst að fá nýjar festingar í stað þeirra brotnu. 😦

  4. mars 8, 2010 kl. 9:11 f.h.

    Ég hef hjólað á svona Innova Icehusky síðustu tvo vetur, með fínni reynslu, þau eru reyndar þung, en gripið í þeim er all svakalegt. Ég hef tínt kanski 5-6 nöglum í það heila, úr báðum dekkjum, og hef ekki átt í neinum vandræðum með endingu þeirra, þó þeir séu orðnir aðeins eyddir yfir mið-banan á dekkinu. Þetta voru ódýrustu 2.1 dekkin á markaðinum þegar ég keypti þau í USA haustið 2008, en þau hafa alveg staðið fyrir sínu gagnvart mér, enda borgaði ég ekki nema 10.000 kall (eftir hrun) fyrir 2 stykki.

    Einn stór galli við þessi dekk, að það getur verið mjög strembið að koma þeim á gjarðirnar, þau eru stíf.

    Núna sýnist mér að gúmmíið í þeim sé farið að brotna, þar sem munstrið byrjar á hliðinni, þ.a. ég efast um þau fari aftur undir, næsta vetur.

  1. No trackbacks yet.

Skildu eftir svar við Árni Davíðsson Hætta við svar