Heim > Uncategorized > Continental nagladekk

Continental nagladekk

Annar nagladekkjaframleiðandi, sem virðist ekki hafa komið sinni vöru á markað hér á landi, er Continental. Kíkjum aðeins á hvaða dekk eru í boði:

Nordic Spike

Þessi dekk eru ætluð á göturnar, en þau koma í tveimur útfærslum; 240 nagla og 120 nagla. Í 120 nagla útfærslunni eru bara naglar í 2 ytri röðunum, en ekki miðjuröðunum. Samkvæmt mínum heimildum kemur þetta dekk bara í 28×1,6″ stærð, þyngdin er 900 g fyrir 240 nagla en 850 g fyrir 120 nagla. Leiðbeinandi smásöluverð í Bandaríkjunum (MSRP) er 90 dollarar fyrir 240 nagla dekk en 70 dollarar fyrir 120 nagla dekk.
Í fljótu bragði lítur munstrið út fyrir að vera frekar í grófari kantinum miðað við að vera kallað „götudekk“ og sé sambærilegt við t.d. Hakkapelliitta 240 frá Nokian. En að dekkið sé fáanlegt með naglalausri miðju getur verið hentugt fyrir suma.

Spike Claw 2.1

Þetta er svo fjallahjóladekkið frá Continental. Kemur bara í 26×2,1″ stærð, en eins og götudekkið fæst það bæði með 120 nöglum og 240 nöglum. Þyngdin er 840 g fyrir 120 nagla og 900 g fyrir 240 nagla. Smásöluverðið er 75 dollarar fyrir 120 nagla en 100 dollarar fyrir 240 nagla.
Munstrið er svolítið grófara en í Nordic Spike, en þó ekki mikið. Munurinn liggur mest í breiddinni og svo auðvitað í stærðinni, þau eru framleidd hvort í sinni stærð.
Naglarnir hjá Continental eru úr „hertu stáli“. Það er hvergi minnst á að miðjan sé úr karbít, það er atriði sem ég hefði áhyggjur af. Slit á nöglum gæti verið töluvert meira.
Hefur einhver reynslu af þessum dekkjum?

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: