Heim > Uncategorized > Kenda nagladekk

Kenda nagladekk

Næsti nagladekkjaframleiðandi er Kenda. Þau hafa fengist hjá Hvell, Útilíf og Borgarhjóli. Skoðum úrvalið:
Klondike Wide

Þessi dekk koma bara í 26×2.1″, eru með 252 nagla í 4 röðum, vega um 1045 g og leiðbeinandi smásöluverð í Bandaríkjunum er 65 dollarar. Munstrið er gróft og hentar fyrir snjó, naglarnir eru úr stáli með karbítbrodd.
Þetta dekk er í hópi þeirra breiðustu og grófustu á markaðnum, en fjöldi nagla jafnast þó ekki á við „stærstu“ dekkin hjá Schwalbe og Nokian. Dettur frekar í flokk með Continental Spike Claw varðandi breidd, grófleika munsturs og fjölda nagla. Munstrið er tvíátta, þ.a. hægt er að „snúa dekkinu við“, þetta gæti komið sér vel m.t.t. slits á nöglum.
Klondike Skinny

Þessi dekk fást í 700x35C og 700x40C, eru með 100 nagla í 2 röðum og vega 795 g í 35C en 875 g í 40C, leiðbeinandi smásöluverð er 65 dollarar. Munstrið er götumunstur en þó það gróft að það gæti gert eitthvað gagn í snjó.
Þetta munstur er keimlíkt Innova Tundra Wolf og jafnvel Schwalbe Snow Stud. Mjótt dekk með naglana nálægt miðju og nægu munstri til að grípa í snjó, en væntanlega með viðnám eftir því. Gæti verið spennandi valkostur fyrir þá sem þurfa stundum að drífa í snjó, a.m.k. sem afturdekk.
Klondike Standard

Þetta dekk er bara til í 26×1,95″ stærð, er með 169 nagla í 4 röðum (reyndar mjög fáir naglar í ytri röðunum), vegur 855 g og leiðbeinandi smásöluverð er 65 dollarar. Munstrið er milligróft, naglarnir frekar utarlega en tiltölulega mikið gúmmí á miðjum bananum.
Þetta dekk fer í flokk með þeim dekkjum þar sem hægt er að „láta naglana grípa“ með því að lækka þrýstinginn, en er þó með nógu gróft munstur til þess að spjara sig í snjó. Viðnámið ætti að vera tiltölulega lágt með fullann þrýsting í dekkjunum þar sem svona mikið naglalaust gúmmí er á miðjum bananum.

Ég hef aldrei prófað nagladekk frá Kenda, en þau fá fína dóma á netinu varðandi endingu, viðnám og frammistöðu. Getur einhver mælt með þeim?

Auglýsingar
  1. febrúar 19, 2010 kl. 4:09 e.h.

    Spennan magnast. Hvenær kemur að Nokian dekkjunum?

  2. hjoladu
    febrúar 19, 2010 kl. 8:45 e.h.

    Er það til líka? 😉

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: