Að snyrta sig fyrir vinnuna

Þetta vefst fyrir mörgum, hvernig er hægt að hjóla í vinnuna en líta samt þokkalega út!
Sem betur fer eru þúsundir manna búnar að þróa lausnir við öllum þeim vandamálum sem tengjast þessu efni. Lausnirnar eru mjög mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins. Lítum á nokkur dæmi:

Óskar
Óskar hjólar bara 2,5 km hvora leið til og frá vinnu. Hann vinnur á skrifstofu og er með bás í opnu rými. Óskar fer í sturtu áður en hann leggur af stað í vinnuna á morgnana og tekur lífinu með ró. Hann þarf að passa sig í brekkunum að fara nógu rólega til þess að svitna ekki mikið. Þetta tekur hann hvort eð er ekki nema 10-15 mínútur. Hann hjólar venjulega í íþróttabuxum og er með vinnubuxurnar í hjólatöskunni. Stundum í þurru veðri hjólar hann bara í vinnubuxunum og er með íþróttabuxurnar í töskunni svo hann þurfi ekki að skipta þegar hann kemur í vinnuna.
Þegar Óskar kemur í vinnuna byrjar hann á því að kveikja á tölvunni og logga sig inn, fer svo inn á bað og skiptir um buxur. Hann er alltaf með auka sokka, nærbuxur, skyrtu og snyrtilega skó í skrifborðsskúffunni, svona ef hann skyldi hafa svitnað of mikið eða blotnað í tærnar. Blautu sokkana þurrkar hann stundum á snúru aftan við viftuna á tölvunni undir borði. Ef íþróttabuxurnar blotnuðu eða hann er með blaut hlífðarföt hengir hann þau við loftræsitúðuna inni í kústageymslunni, það nær nokkurnvegin að þorna áður en hann fer heim aftur. Hann notar skóna úr skrifborðsskúffunni ef hann þarf að mæta á fundi.

Ásta
Ásta hjólar 7 km hvora leið í vinnuna. Hún leggur metnað í að líta mjög vel út í vinnunni og getur ekki annað en farið í sturtu áður en hún byrjar að vinna. Það er líkamsræktarstöð mjög nálægt vinnustaðnum hennar þ.a. hún kaupir sér árskort þar. Vinnuveitandinn borgar helminginn af árgjaldinu í líkamsræktina og Ásta sparar hvort eð er svo mikinn pening á því að hjóla (heimilið þyrfti að fjölga bílum um 1 ef hún væri ekki á hjóli) að hún sér ekki eftir því sem hún borgar í líkamsræktina þó hún nýti sér tímana og lyftingasalinn frekar stopult.
Það tekur Ástu auðvitað smá stund að greiða sér og mála sig eftir sturtuna en það þyrfti hún hvort eð er að gera heima hjá sér ef hún færi á bíl. Þetta er svolítil útgerð að vera með sitthvorn fatapakkann fyrir hjólaferðirnar og svo vinnufötin, en hún fær að geyma snyrtitösku í afgreiðslunni í líkamsræktinni sem sparar henni svolítinn burð. Hjólið og hjólafötin geymir hún í kjallaranum á líkamsræktarstöðinni, þar getur hún líka hengt upp blaut föt á herðatré við ofn.
Ásta hjólar allt árið til og frá vinnu, en samstarfsmaður hennar býr frekar nálægt henni og hún fær oft far hjá honum þegar færið er slæmt.

Þórunn
Þórunn hjólar 4,5 km hvora leið til vinnu. Hún hjólar bara þegar veðrið er gott og er ekkert að flýta sér. Hún svitnar voða lítið á leiðinni og hjólar bara í vinnufötunum, hún er með pakka af blautþurkum (lyktarlausum frá Neutral) sem hún notar til að strjúka af sér svita ef þarf. Aðalvandamálið er að hjálmurinn og vindurinn rugla hárgreiðslunni. Þegar hún kemur í vinnuna fer hún inn á bað. Þar bleytir hún þvottastykki og strýkur hárið með því, greiðir svo og lagar til eins og hún vill hafa það hverju sinni. Hún þarf að hafa svolítinn lager af hárvörum í vinnunni.

Þorbjörn
Þorbjörn hjólar 14 km hvora leið til vinnu. Hann fer með jakkaföt upprúlluð með smjörpappir á milli (þá krumpast þau ekki) í hjólatöskunni. Þegar hann kemur í vinnuna fer hann inn á bað, fer úr hjólafötunum, þvær sér upp úr vaskanum með þvottapoka, rakar sig, greiðir sér og klæðir sig í jakkafötin. Skóna geymir hann alltaf í vinnunni. Hann passar sig að mæta a.m.k. 20 mínútum áður en aðrir koma svo hann geti tekið sér tíma í þetta.
Þorbjörn er yfirmaður á sínum vinnustað og hefur lykil að sérstöku rými fyrir vefþjóna. Þar er góð loftræsing og þegar honum er sérstaklega heitt kælir hann sig niður þar áður en hann skiptir um föt. Þar hengir hann líka upp blaut föt.

Þorfinnur
Þorfinnur hjólar 12,5 km hvora leið. Hann fer í sturtu á vinnustaðnum og geymir vinnufötinn í skáp í sturtuklefanum á vinnustaðnum. Hann passar sig alltaf á því að teigja vel eftir hjólatúrinn og taka síðustu min í sturtunni kalda til þess að hætta að svitna áður en hann fer í vinnufötinn.

  1. Þorfinnur Eggertsson
    ágúst 21, 2010 kl. 1:18 e.h.

    Þorfinnur hjólar 12,5 km hvora leið. Hann fer í sturtu á vinnustaðnum og geimir vinnufötinn í skáp í sturtuklefanum á vinnustaðnum. Hann passar sig alltaf á því að teigja vel eftir hjólatúrinn og taka síðustu min í sturtunni kalda til þess að hætta að svitna áður en hann fer í vinnufötinn.

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: