Heim > Uncategorized > Hjólað í vinnuna, heilræði dagsins

Hjólað í vinnuna, heilræði dagsins

Ekki pína þig.

Stundum langar mann bara ekki til þess að hjóla í vinnuna. Það getur verið vegna veðurs (eða öskufalls), maður er bara óvenju þreyttur eða jafnvel eitthvað persónulegra en það. Þá er betra að hoppa bara upp í strætó, fá far eða grípa bílinn frekar en að pína sig til þess að hjóla og hafa enga ánægju af því. Það kemur nýr hjóladagur á morgun!
Ef maður pínir sig til að hjóla alltaf, alveg sama hvað, eru líkur á því að maður gefist alveg upp og hætti því alveg (eða þangað til „hjólað í vinnuna“ byrjar aftur að ári). En ef viðhorfið er þannig að það sé í lagi að sleppa úr endrum og eins eru meiri líkur á því að hjólreiðarnar geti orðið þáttur af lífstílnum til frambúðar, jafnvel þó engin vinnustaðakeppni sé í gangi. Það eru mikið sætari verðlaun heldur en þau sem eru í boði í vinnustaðakeppninni sjálfri!

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: