Heim > Uncategorized > Hjólreiðar og orkunotkun

Hjólreiðar og orkunotkun

Það þarf orku til að hjóla! (ég ætti að vita það, var að hjóla upp brekku í mótvindi). Orkan kemur úr matnum (spaghetti bolognese í þessu tilfelli) og er henni er breytt í hreyfiorku í vöðvunum. En hversu mikla orku þarf, t.d. miðað við að keyra, ganga eða fljúga sömu vegalengd? Hvaða ferðamáti eyðir minnstri orku?
Orkunotkun og þyngd
Þetta graf ætti að svara þeim spurningum (sjá meira hér).
Úr þessu má lesa að til að flytja sömu þyngd sömu vegalengd á bíl þarf tæplega 6 sinnum meiri orku en á reiðhjóli. Gangandi þarf rúmlega 5 sinnum meiri orku heldur en á reiðhjóli (sömu þyngd sömu vegalengd) og fljúgandi (í farþegaþotu) þarf rúmlega 4 sinnum orkuna sem hjólandi maður notar. Hjólið er með lang bestu orkunýtnina, syndandi lax er í öðru sæti með tæplega 3 sinnum meiri orkueyðslu en hjólandi maður.

Auglýsingar
  1. maí 17, 2010 kl. 2:47 e.h.

    Á grafinu er tekið tillit til massa fyrirbærisins hvort sem það er kanína, bíll eða maður á hjóli. Fróðlegt hefði verið að hafa líka einfaldara graf með orkueyðslu á kílómeter eitt og sér því það er býsna mikil aukavigt að dragast með 1,5 tonna bíl. Þá sést að reiðhjólið er ennþá orkunýtnara en þarna kemur fram. Orkueyðsla hjólreiðamanns er þó líka háð hraða hans.

  2. hjoladu
    maí 17, 2010 kl. 3:10 e.h.

    Þetta er rétt athugað hjá þér Árni. Það væri fróðlegt að margfalda aflestur x-áss við aflestur y-áss og deila svo með fjölda farþega.

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: