Heim > Uncategorized > Rebbalar hjóla-samvinna

Rebbalar hjóla-samvinna

Frábærar fréttir úr Sódómu: Rebbalar hjóla-samvinna (bike-collective) opnar 25. maí n.k. í Húsinu að Höfðatúni 12.

Hjóla-samvinna (bike-collective) er hugtak sem oft er notað yfir hóp fólks sem hefur það markmið að aðstoða hjólreiðafólk við að gera við reiðhjólin sín og endurgera reiðhjól sem hafa endað á haugunum eða eru á leiðinni þangað. Oft eru þetta smávægilegar viðgerðir sem einfalt er að laga og koma þeim aftur í stand. Vinnustofan REBBALAR er rekin án gróðahugsjónar og allir innan hópsins leggja þann tíma sem þeir vilja í verkefnið.

Hópurinn samanstendur af fólki sem tekur að sér að sinna eftirfarandi hlutverkum:

1. Taka við hjólum á vinnustofunni og ákvarða örlög þeirra
2. Taka í sundur hjól og flokka í varahluti
3. Setja saman hjól úr varahlutum
4. Læra almenna viðgerð á hjólum (bremsur, gírar, slöngur, gjarðir)
5. Kenna áhugasömum almennar hjólaviðgerðir
6. Koma Rebbala-hjólum í hendur fólks sem hefur ekki tök á að kaupa sér ný reiðhjól.
7. Skipuleggja hjólaviðburði
8. Benda á möguleikann um bíllausan líffstíl

Þegar vinnustofan er opin getur fólk kíkt í heimsókn og gert við sín eigin hjól. Það hefur greiðan aðgang að þeim verkfærum sem eru á staðnum gegn því að virðing sé borið fyrir þeim og þau rétt meðhöndluð. Með þessum hætti skapast vettvangur fyrir fólk til að skiptast á hugmyndum og hjálpast að við hjólaviðgerðir.

Hverskyns mismunun vegna þjóðernis, uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynferðis, aldurs eða fötlunar er allgjörlega hafnað. Upplýst ákvörðunartaka (consensus) er hornsteinn verkefnisins og allir sjálfboðaliðar taka virkan þátt í þeim ákvörðunum sem teknar eru varðandi þau mál sem tengjast verkefninu.

Fólk getur lagt frjáls framlög til Rebbala en þau verða eingöngu notuð til kaupa á verkfærum og nauðsynlegum varahlutum sem skortur er á hverju sinni. REBBALAR treysta á verkfæra-framlög fólks sem og biluðum hjólum sem hægt er að nota í varahluti.

Vinnustofan er í Húsinu að Höfðatúni 12 (í kjallaranum) og er um 200 fm. Rebbalar munu hefja starfsemi sína þriðjudaginn 25. maí. Fastur opnunartími Rebbala verður frá 16:00 – 19:00 alla daga vikunnar frá 25. maí – 4. júní. Þá verður opnunartíminn endurskoðaður með vinsældir verkefnisins til hliðsjónar og fjölda þáttakenda fyrstu tvær vikurnar.

Ég hvet alla til að kíkja á þetta og sjá hvort ekki séu til verkfæri, hjól eða varahlutir sem menn geta látið af hendi rakna til góðs málefnis.
Þurfum við Akureyringar ekki að græja svona í Rósenborg?

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: