Heim > Uncategorized > Gefum stígunum heiti

Gefum stígunum heiti

Ég hef undanfarið svolítið verið að velta fyrir mér stígum af öllum gerðum.  En ég lendi oft í vandræðum þegar ég tala um þá við aðra. T.d. talar maður um „stíginn við Glerá neðan Lönguhlíðar“ eða“ stíginn ofan við Þórsvöllinn“ (og þarf þá oftast að bæta við „neðan við Borgarhlíð, Sunnuhlíð og Smárahlíð“). Þetta er svolítið bagalegt að þurfa alltaf að kenna stígana við önnur örnefni, oftast götuheiti, og svo er töluverð hætta á ruglningi og misskilningi. Ekki öfunda ég þá sem skrifa verklýsingar fyrir útboð á þjónustu við þessa stíga.

Nú legg ég til að stígunum verði gefin heiti líkt og götum. Hér á Akureyri væri tilvalið að fela hverfisnefndunum að nefna stígana, eða a.m.k. að koma með tillögur. Ekki væri verra að heitin kæmu fram á stígaáætluninni sem Mannvit er að vinna fyrir Akureyrarbæ (og hefur verið að vinna að frá því í mars 2004 sem hluta af staðardagskrá 21, eftir því sem ég kemst næst). Kannski væri hægt að halda stígadag þegar (ef?) áætlunin er tilbúin, kynna nöfn stíganna, fyrirhugaðar framkvæmdir og skipuleggja göngu- og hjólaferðir um stígana.

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: