Heim > Uncategorized > Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna keppnin er frábært framtak. Sennilega er það eitt af fáu sem íslendingar geta verið stoltir af þegar kemur að hjólamenningu. Í fyrra tóku 8000 manns þátt og skráðu hálfa milljón kílómetra, þar af voru um 70% ferða farnar á hjóli. Mörg þúsund manns upplifa það hversu frábær samgöngumáti reiðhjólið er. Samgönguhjólreiðar eru ræddar í kaffitímum, fjölmiðlum, heitu pottunum, fermingarveislum og allsstaðar þar sem fólk kemur saman. Einhverjir þátttakendur henda ekki hjólinu inn í geymslu um leið og keppnin er búin, heldur halda áfram að hjóla. ÍSÍ, Rás 2 og aðrir sem standa að keppninni eiga mikið hrós skilið.

Þátttakendur í keppninni upplifa vorið í návígi. Stundum eru það sólríkir morgnar með fuglasöng og blómstrandi krókusum en það getur líka verið hatrömm barátta við slyddu og mótvind. Menn ýmist líða áfram hljóðlaust og fyrirhafnarlítið á sæluskýji eða hamast á vanstilltum gírum, linum dekkjum og alltof lágu sæti. En allir koma stolltir í vinnuna og hafa fullan rétt á að skammast í þeim sem komu keyrandi.

Mín upplifun er sú að á vinnustöðum þar sem stjórnendur sýna þátttöku stuðning getur myndast góð stemning og samkennd sem bætir starfsanda og ánægju starfsmanna. Þau fyrirtæki sem standa sig vel í keppninni fá töluverða kynningu í fjölmiðlum og almennri umræðu. Starfsmenn bæta heilsuna og einn og einn tekur upp heilbrigðari lífshætti til langframa.
Fyrir hverja ferð sem farin er í keppninni sparast ein bílferð. Þetta léttir því á umferðarmannvirkjunum, hætta á umferðarslysum minnkar og það dregur úr loft- og hávaðamengun. Sumir bílanna sem sitja eftir heima eru enn á nagladekkjum, þ.a. slit á malbiki minnkar. Bæjarbragur verður líflegri og vingjarnlegri þegar hjólandi og gangandi eru meira áberandi.

Stjórnmálamenn ættu að sjá tækifæri í því að leggja metnað í sína þátttöku í keppninni. Þetta er gullið tækifæri til að sýna í verki umhyggju fyrir bæjarbrag og náttúru.

Reiðhjólaverslanir og verkstæði standa í ströngu við að græja hjól fyrir keppnina, bæði gömul og ný. Ég hef þó ekki orðið var við sérstakar auglýsingaherferðir eða markaðsátak sem beinist sérstaklega að þessum þúsundum keppenda í hjólað í vinnuna. Væri það ekki eðlilegt?

Það eru mörg tækifærin sem gefast á þessum þremur vikum sem keppnin stendur yfir. Ert þú ekki örugglega búinn að skrá þig? Nú er rétti tíminn til að fá hjólið græjað á verkstæði, bóka hjólafærninámskeið fyrir liðið eða halda liðspartý til að hrista saman hópinn fyrir átökin.

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: