Heim > Uncategorized > Svíar að afnema hjálmaskyldu barna?

Svíar að afnema hjálmaskyldu barna?

Fyrir sænska þinginu liggur frumvarp um að afnema hjálmaskyldu barna á reiðhjólum. Það er þingkonan Camilla Lindberg í „Folkspartiet“ sem mælir fyrir frumvarpinu. Í Svíþjóð hafa börn undir 15 ára aldri verið skyldug til þess að nota hjálma frá 2005.
Helstu rök Camillu virðast vera (n.b. ég er ekki sterkur í sænsku) að foreldrar eigi að hafa vald til þess að ákveða hvað börnum þeirra er fyrir bestu. Þá sé ekki ákjósanlegt að banna eitthvað með lögum af þeirri ástæðu einni að það sé hættulegt, því með tilvist slíkra laga verður lögjöfin leiðbeinandi um hvað er hættulegt og hvað ekki.

Auglýsingar
 1. Jóhannes Andri
  apríl 29, 2010 kl. 2:09 e.h.

  Ég er hálfpartinn hissa á þessu frumvarpi. Man sjálfur þegar ég byrjaði að vera með hjálm kringum 1993 hve mikill lúði ég var í augum hinna krakkana. Hélt að með því að setja þá skyldu á alla krakka að vera með hjálm, værir það ekki eins „glatað“ að bera hjálm.
  Sem Bráðatæknir á neyðarbíl Slökkviðisins síðstu 7 ár get ég fullyrt að almenn hjálmanotkun í öllu sporti hefur bjargað ansi mörgum á meðan hinir hjálmlausu hafa ekki sloppið eins vel, því miður. Er því mjög hissa á ummælum Magnús Bergs á Rás 2 hvað varðar hjálmanotkun og hjólreiðar. Er til háborinnar skammar.

 2. hjoladu
  apríl 29, 2010 kl. 4:21 e.h.

  Takk fyrir að lesa bloggið Jóhannes, og þakka þér fyrir að sýna málefninu áhuga. Mér sýnist samt að ég sé þér ósammála í grundvallaratriðum.

  Hefurðu velt því fyrir þér hversu margir sem voru í þínum sporum árið 1993 hættu að hjóla frekar en að setja upp hjálm? Þeir sem það gerðu styttu lífslíkur sýnar um 2 ár. Þeir eru í meiri áhættu m.t.t. hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýkis, offitu ofl. En sem bráðatæknir kynnist þú þeim sem fórnarlömb bílslysa og hjartaáfalla, en ekki sem fórnarlömb hjólreiðaslysa og tengir því útkallið ekki hjólahjálmum. Með öðrum orðum er það mjög takmarkað sjónarhorn að líta aðeins á fórnarlömb hjólaslysa til þess að meta gagnsemi hjálmaskyldu.
  Hjálmaskylda fækkar höfuðmeiðslum hjólreiðamanna. T.d. hefur verið almenn hjálmaskylda í Vestur-Ástralíu frá árinu 1992. Þar fækkaði banaslysum hjólreiðamanna um 16% með tilkomu hjálmaskyldu. En hjólreiðamönnum fækkaði á sama tíma um 30%. Þ.e.a.s. þeir sem ekki hættu að hjóla eru í meiri hættu (á því að lenda í banaslysi) en fyrir hjálmaskyldu! Ástæðan er sú að öryggi hjólreiðamanna hefur mjög mikla fylgni við fjölda þeirra. Neikvæð áhrif fækkunarinnar eru því meiri en jákvæð áhrif aukinnar hjálmanotkunar þeirra sem eftir eru á öryggi hjólreiðamannanna. Sama kom á daginn á Nýja Sjálandi og nokkrum ríkjum Kanada. Ég þekki ekki til neinna tilfella þar sem gildistaka hjálmaskyldu hefur aukið öryggi hjólreiðamanna. Samt segja örugglega bráðatæknar á öllum stöðum að þeir hafi séð færri höfuðkúpubrotna hjólreiðamenn, enda alveg rétt hjá þeim. En það segir bara ekki alla söguna. Bráðatæknar sæju enn færri höfuðkúpubrotna hjólreiðamenn ef hjólreiðar væru bannaðar með öllu, en það myndi auka tíðni bílslysa og hjartaáfalla án þess að bráðatæknar tengdu það fækkun hjólreiðamanna.

  Hvað finnst þér Jóhannes annars um hjálmaskyldu barna sem eru farþegar í bílum? Það held ég að sé borðleggjandi dæmi, mikið gagnlegra lýðheilsunni heldur en hjálmaskylda á hjólum.

  Ég held að Magnús Bergsson eigi mikið lof skilið frekar en skammir. Hann hefur verið ötull talsmaður hjólreiða í mörg ár (jafnvel áratugi). Sú barátta hefur tvímælalaust aukið lýðheilsu Íslendinga.

  Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um gagn og ógagn hjálmaskyldu og hjálmanotkunar hjólreiðamanna eru tveir tenglar sem ég hvet þig eindregið til að kíkja á:
  http://www.ecf.com/3675_1
  http://cyclehelmets.org/

 3. Jóhannes Andri
  apríl 29, 2010 kl. 8:18 e.h.

  Ég hef ekkert fyrir mér nema mína upplifun á meiðslum þeirra sem stunda íþróttir eins og hjólreiðar og hestamennsku, en sem betur fer eru hjólreiðaslys ekki algeng, annað en hestaslysin. Hef oftar en ekki verið ánægður fyrir hönd þess sem fyrir óhappinu varð að hann var með hjálminn í lagi. Ég get ekki séð annað en að notkun hjálma sé af hinu góða og hissa á því að samtök hjólreiðamanna, hver sem þau eru, mæli ekki með notkun þeirra frekar en hitt. Ekki er ég að tala með hjálmaskyldu né á móti henni. Sé bara ekki hvað er á því að græða að gera lítið úr hlutverki hans. Varðandi börn í bíl og hjálamskyldu, þá er hægt að færa rök gegn því að það myndi henta þeim, m.a eykur það þyngd höfuðsins sem eykur líkur á hálsmeiðslum s.k whip-lash stndrome“ með aukinn þunga á höfðinu en ella, nú en er ekki yfirbygging bílsins hugsuð sem lokuð skel til varnar þeim sem inni eru! Spurnig alltaf hvar skal setja mörkin. En það er ekkert sem ver höfuð hjólreiðamanns ef hann lendir í óhappi. Hefur þú virkilega það miklar áhyggjur af fækkun hjólreiðamanna með tilkomu hjálmaskyldu? Þetta er áhugaverð pæling, og eflaust má kom með rök með og móti. Enda væri hundleiðinlegt ef allir væru sammála.

 4. hjoladu
  maí 2, 2010 kl. 9:08 f.h.

  Grundvallaratriðin sem ég byggi mínar skoðanir á eru tvö:
  1) Almennar hjólreiðar eru alls ekki hættulegar. Hvort sem notaður er hjálmur eða ekki. Heilsufarslegur ávinningur hjólreiða hefur 20 fallt meiri áhrif á lífslíkurnar heldur en slysahættan (hvort sem notaður er hjálmur eða ekki).
  2) Fjöldi hjólreiðamanna hefur mjög mikil áhrif á öryggi þeirra. Það er staðreynd sem fjöldinn allur af vönduðum rannsóknum hefur staðfest.

  Ástæðan fyrir því að flest samtök hjólreiðamanna í heiminum berjast gegn hjálmaskyldu er ekki sú að þau vilji bara fjölga í félagatalinu. Það er öryggi hjólreiðamanna sem er haft að leiðarljósi.

  Ég hvet alla til þess að drífa sig út að hjóla, hvort sem er með hjálm á hausnum eða ekki.

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: