Heim > Uncategorized > Samfélagshjól í Árborg

Samfélagshjól í Árborg

Um þessar mundir er víða verið að koma af stað samfélagshjólum (e. „Bicycle sharing system“). Þau ganga út á að fjöldi hjóla er hafður til frjálsrar notkunar almennings, frítt eða gegn mjög vægu gjaldi. Sem dæmi um staði þar sem þetta er í gangi eða undirbúningi: París, London, Barcelona, Berlín, Brussel, Kaupmannahöfn, Helsinki, Stokkhólmur, Vín, Lyon, Washington D.C, Peking, Toronto… í lok ársins 2009 voru 160 samfélagshjólaverkefni í gangi í heiminum.
Ég rakst á þessa síðu á netinu um daginn þar sem kemur fram að svona samfélagshjól voru prófuð í Árborg árið 2000. Orðrétt segir:

Árið 2000 var ráðist var í sérstakt reiðhjólaverkefni í tengslum við Staðardagskrárstarfið í Árborg. Auglýst var eftir notuðum, einföldum, gíralausum hjólum og komið á samstarfi við reiðhjólaverslun á Selfossi. Styrkur fékkst úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna eins starfsmanns við verkefnið í 6 mánuði. Aðstandendur verkefnisins fengu samtals 40 hjól til afnota, og sá starfsmaðurinn um að gera þau upp og mála í bláum lit. Þannig fengust að lokum 30 góð reiðhjól, sem nefndust í daglegu tali „Bláu hjólin“. Settar voru upp 7 hjólagrindur víða um Selfoss, og höfð í þeim að jafnaði rúmlega 20 hjól. Á hverri grind var að finna upplýsingar um umgengnisreglur og hvar aðrar hjólagrindur væri að finna. Hver sem er gat notað hjólin og var ætlast til að þeim væri skilað aftur í hjólagrind. Starfsmaður verkefnisins fór um daglega, lagfærði hjólin og jafnaði þeim á grindurnar. Stefnt var að því að gera upp fleiri hjól til að mæta afföllum. Verkefnið lagðist af vegna afleitrar meðferðar á hjólunum.

Hvað þarf til að þetta virki á Íslandi? Gjald eða einhverja tryggingu fyrir skilum? Minna samfélag en Árborg?

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: