Heim > Uncategorized > Kæri frambjóðandi til sveitarstjórnar

Kæri frambjóðandi til sveitarstjórnar

Ég vil gjarnan koma eftirfarandi hugmyndum á framfæri. Allar stuðla hugmyndirinar að því að efla hjólreiðar í bænum þínum.  Eins og þú veist fellur allt vel í kramið hjá kjósendum sem lítur að grænum samgöngum og því held ég að þessar hugmyndir að kosningaloforðum ættu að skila miklum árangri (lesist: atkvæðum).

Kosningaloforð 2010:

 • Framkvæma árlega könnun á hlutfalli hjólreiða í ferðavenjum bæjarbúa og birta niðurstöðurnar á vefsíðu sveitarfélagsins. Þetta er grundvallarskref í að efla hjólreiðar, mæla árangur aðgerðanna. Fyrirtækið Land-ráð hefur gert kannanir á ferðavenjum Íslendinga fyrir Vegagerðinna undanfarin ár og gætu jafnvel átt gangnlegar upplýsingar nú þegar.
 • Setja bænum mælanleg og tímasett markmið um aukningu hjólreiða í ferðavenjum bæjarbúa og birta markmiðið á vefsíðu sveitarfélagsins.
 • Semja aðgerðaáætlun um hvernig markmiðum um aukningu hjólreiða í ferðavenjum skal náð, og birta á vefsíðu sveitarfélagsins. Kostnaður við aðgerðaráætlunina fer eftir því hversu hátt er stefnt. Í aðgerðaáætlun væri hægt að hafa t.d. eitthvað af eftirfarandi:
  • Lækkun umferðarhraða í 30 km/h í íbúðahverfum
  • Nýja hjólreiðastíga eða önnnur mannvirki.
  • Aðgerðir sem minnka gegnumakstur í íbúðahverfum
  • Fyrirlestra eða ráðstefnur tengdar samgönguhjólreiðum, fyrir alla bæjarbúa, en einnig sérstaklega fyrir starfsmenn sveitarfélagsins og nemendur skólum bæjarins.
  • Kynningarherferð (t.d. með auglýsingum á strætisvögnum) sem gengur út á að koma skilaboðum til ökumanna um réttindi og skyldur hjólreiðafólks í umferðinni og hvaða áhrif fjölgun hjólreiðamanna hefur á umferðina.
  • Samvinnu við hjólafærnikennara um framboð og skipulagningu á námskeiðum og fyrirlestrum
 • Gera heildstæða áætlun um hjólreiðastíga fyrir sveitarfélagið. Þetta getur verið hluti af vinnu við aðalskipulag, ef slíkt er í gangi á næstunni. Áætlunina ætti að bera undir Landssamtök Hjólreiðamanna og hjólreiðamenn í sveitarfélaginu.
 • Tryggja að við allar nýframkvæmdir við samgöngumannvirki í bænum verði hugað sérstaklega að hjólandi umferð, hvort sem framkvæmdin er á forræði sveitarfélagsins eða Vegagerðarinnar.
 • Sveitarfélagið á að sýna öðrum fyrirtækjum gott fordæmi með því að setja sér „samgöngustefnu“ þar sem hjólreiðum er gerð góð skil. Í samgöngustefnunni væri t.d. hægt að hafa einhver eftirfrandi atriða:
  • Greiða starfsmönnum „samgöngustyrki“ í stað „bílastyrkja“ og greiða starfsmönnum ferðakostnað vegna vinnu óháð samgöngumáta (sömu upphæð per km).
  • Leggja áherslu á að skapa starfsmönnum og gestum eins góða aðstöðu til snyrtingar og hjólageymslu og hægt er á hverjum vinnustað fyrir sig.
  • Reyna að hafa vinnutíma eins sveigjanlegan og hægt er hjá sem flestum starfsmönnum, jafnvel þó svigrúmið sé ekki nema 15 mínútur í hvorn enda vinnudags.
  • Bjóða starfsmönnum upp á fræðslu tengda samgönguhjólreiðum og taka þátt í námskostnaði á námskeiðum.
  • Leyfa starfsmönnum sem ekki koma á einkabíl til vinnu að nota bíla sveitarfélagsins til einkaerinda sé bíllinn ekki í annarri notkun þá stundina. Einnig væri hægt að taka þátt í leigubílakostnaði starfsmanna ef þeir nota þá í stað einkabíla.
  • Rukka starfsmenn fyrir notkun bílastæða við stofnanir sveitarfélagsins. Gjaldið ætti að endurspegla kostnað sveitarfélagsins af rekstri bílastæðisins, lóðarleigu, merkingar, mokstur og malbikun.
 • Leggja metnað í þátttöku stofnana sveitarfélagsins í „hjólað í vinnuna“ (lesist: stefna á sigur!)
 • Hvetja fyrirtæki í sveitarfélaginu til þátttöku í hjólaði í vinnuna, veita sérstakar viðurkenningar fyrir góðan árangur og koma því á framfæri í staðbundnum fréttamiðlum.
 • Halda „hjólað í skólann“ þar sem bekkjardeildir í grunnskólum sveitarfélagsins keppa sín á milli með svipuðu sniði og foreldrar þeirra gera í „hjólað í vinnuna“.
 • Fara í átak í samvinnu við lögregluembættið á staðnum þar sem lögð er áhersla á að minnka hraðakstur í íbúðahverfum
 • Afnema öll bönn við því að nemendur komi á hjólum í skóla. Í stað bannanna skal fræða nemendur um ábyrgar hjólreiðar
 • Gera raunhæfa áætlun um vetrarþjónustu hjóla- og gangstíga og birta á vefsíðu sveitarfélagsins. Gangandi og hjólandi verða að geta gengið að mokuðum stígum vísum til þess að hægt sé að treysta á þessa samgöngumáta
Auglýsingar
 1. Engar athugasemdir ennþá.
 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: