Heim > Uncategorized > Kostnaðarsamanburður á smáviðgerð

Kostnaðarsamanburður á smáviðgerð

Hvar er ódýrast að láta græja hjólið fyrir sumarið?

Ég tékkaði á verði á nokkrum hlutum og vinnu hjá nokkrum verkstæðum, bað um verð í vinnugjald 1 klst (engin önnur þjónusta eða vara keypt), gíravír + barki (1 m), bremsupúðar 1 par (lengri mjórri gerðin) og Shimano Deore afturskiptir.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi

Borgarhjól: vinna 5200 kr/klst, gíravír+barki: 1200 kr, bremsupúðar 1150 kr,  skiptir ekki til. Félagar í IFHK fá 10% afslátt.

GÁP:vinna 5000 kr/klst, gíravír: 350 kr (barki ekki seldur í metravís), bremsupúðar 990 kr, skiptir ekki til. Félagar í IFHK og HFR fá 15% afslátt.

Hjólasprettur: vinna 5000 kr/klst, gíravír+barki: 980 kr, bremsupúðar 990 kr, skiptir 8900 kr, samtals 15.870 kr. Félagar í hjólaklúbbum fá 10% staðgreiðsluafslátt en 5% með korti.

Hvellur: vinna 4962 kr/klst, gíravír+barki: 2486 kr, bremsupúðar 1266 kr, skiptir 7590 kr, samtals 16.304 kr. Félagar í hjólaklúbbum fá 10% afslátt.

Markið:vinna 6400 kr/klst, gíravír+barki: 890 kr, bremsupúðar 700 kr, skiptir 7023 kr, samtals 15.013 kr. IFHK félagar fá 10% afslátt, HFR félagar 15%.

Örninn: vinna 6.100 kr/klst, gíravír+barki: 1039 kr, bremsupúðar 995 kr, skiptir 7024 kr, samtals 15.158 kr. Hjólaklúbbar fá 10% afslátt.

Smáaletrið:
Hér er verið að bera saman lægsta verð, sumstaðar var algengasta verð hærra. Ekkert tillit er tekið til gæða vinnubragða.
Í þeim tilfellum sem ekki var til verð í alla hlutina reikna ég ekki heildarverð á pakkann.
Ég náði ekki í Kría (sími ekki í sambandi og svarar ekki tölvupóstinum).
Í GÁP er barkinn seldur í settum og því ekki til metraverð.
Borgarhjól bauð mér Alivio afturskipti á 4500 kr þegar ég spurði hvað hann ætti í staðinn fyrir Deore.

Auglýsingar
 1. apríl 13, 2010 kl. 6:57 e.h.

  Sæll

  Takk fyrir samanburðinn. Mjög áhugaverður. Ég vil líka benda þér á viðgerðarþjónustu hjá http://www.kriacycles.com/

  takk fyrir fína pósta,
  kveðja, árni guðmundur

 2. hjoladu
  apríl 13, 2010 kl. 7:39 e.h.

  Takk fyrir það Árni,
  ég er enn að reyna að ná í Kría, hann hefur bara ekki svarað tölvupósti og síminn virðist vera ótengdur.

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: