Heim > Uncategorized > Hjólað í rigningunni

Hjólað í rigningunni

Jæja, nú má búast við smá rigningu á næstu dögum ef eitthvað er að marka veðurspár.
Það er þó engin ástæða til að leggja hjólinu, það er nefnilega alls ekki svo slæmt að hjóla í rigningu. Þó er ástæða til að minnast á hvernig best er að vera útbúinn:

 • Í rigningunni kann maður að meta það að vera með góð bretti. Frambrettið þarf helst að vera með drullusokk til að minnka vatnsausturinn frá framdekkinu á fæturna.
 • Regnjakki og buxur, eða regnkápa sem er nógu víð og síð til að ná niður fyrir hné þegar hjólað er. Ef maður er í jakka þá lekur vatnið af honum niður á lærin þegar hjólað er, eins er gott að koma buxunum útfyrir skóna eða nota legghlífar (eða skóhlífar) því annars lekur af buxunum ofan í skóna. Sumir segja að það sé „nauðsynlegt“ að vera í rándýrum fötum úr öndunarefnum, en sjálfum finnst mér nóg að hjóla bara aðeins hægar í ódýrari regnfatnaði.
 • Ef regnið er ekki þeim mun meira er líka hægt að nota þá taktík að vera í fötum sem eru fljót að þorna, þá er bómull allra verst (lesist: gallabuxur) og sniðugt að vera með þurra sokka í vasanum.
 • Til eru regnhlífar sem settar eru utanum hjálminn til að halda hausnum þurrum í rigningu undir hjálminum. Ég hef aldrei prófað svoleiðis græju, nota bara hettu eða húfu og sleppi frekar hjálminum.
 • Taskan þarf að vera vatnsheld, í plastpoka eða öllu sem fer ofan í töskuna pakkað í plastpoka.
 • Það getur verið sniðugt að vera með plastpoka til að setja yfir sætið ef hjólið er geymt úti. Það er tilvalið að vera alltaf með einn poka undir hnakknum (vöðla saman og troða inní hnakkinn) sem hægt er að grípa ef maður kemur að hjólinu með blautan hnakk.

Nú er bara að drífa sig út í rigninguna í fyrramálið og prófa, þetta er skemmtilegra en þú heldur!

Auglýsingar
 1. apríl 8, 2010 kl. 9:21 e.h.

  Mér finnst best að nota blá skóhlif með teygju, sem hnakkhlíf þá daga sem búast má við rigningu.

  Annars verður maður að vega það og meta hvort rigni nóg til að réttlæta regnföt miðað við vegalengd sem maður ætlar að hjóla. Oftast dugar mér létt flíspeysa þótt það sé smá rigning.

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: