Heim > Uncategorized > Hlutdeild hjólreiða í ferðavenjum Íslendinga

Hlutdeild hjólreiða í ferðavenjum Íslendinga

Samkvæmt skýrslu sem Land-ráð vann fyrir vegagerðina um ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu veturinn 2007-2008 var hlutdeild hjólreiða 2% af heildarfjölda ferða.
Þetta er sorglega lágt hlutfall, en hvernig er hægt að breyta því? Úrræði sem eru á höndum hins opinbera eru t.d. skattabreytingar (hækka bensínskatta eða skattaafsláttur til hjólreiðamanna), áróður og fjárfesting í samgöngumannvirkjum fyrir hjólreiðar. Bestur árangur (fyrir minnstan pening) fæst með samþættingu allra þessara þátta (og jafnvel fleiri).
Síðasta bloggfærsla fjallaði um skattaafslátt, en hvað með fjárfestingu í samgöngumannvirkjum fyrir hjólreiðar? Hér er súlurit sem sýnir samhengi hlutdeildar hjólreiða í ferðavenjum og árlega fjárfestingu í hjólreiðamannvirkjum í ýmsum borgum.

Þá er spurningin: hver viljum við að hlutdeild hjólreiða sé í ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu? Af súluritinu má fá hugmynd um hvað það kostar. Veit einhver hver árleg fjárfesting í hjólreiðamannvirkjum er á höfuðborgarsvæðinu? Það eru engin geimvísindi í þessu sko…

Hér eru nokkrir tenglar á vefsíður og skýrslur sem fjalla m.a. um tengsl fjárfestingar í hjólreiðamannvirkjum og hlutdeildar hjólreiða í ferðavenjum:

Alliance 2010 Benchmarking Report: Information & Findings.
Active Transportation for America: A Case for Increased Fed.
Skýrslur vegagerðarinnar

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: