Heim > Uncategorized > Reiðhjólakaup skattfrjáls hlunnindi?

Reiðhjólakaup skattfrjáls hlunnindi?

Ímyndum okkur að reiðhjól og viðkomandi öryggisbúnaður væru skattfrjáls hlunnindi að því gefnu að þau væru notuð til að hjóla til og frá vinnu:

Launþegi (þú!) ferð og finnur þér hjól í hjólabúð og færð skriflegt verðtilboð.  Þú ferð með verðtilboðið til vinnuveitanda og hann kaupir hjólið fyrir launþegann (þig), en dregur svo upphæðina af launum launþegans (getur jafnvel dreift heildinni yfir lengra tímabil). Snilldin við þetta er að launþeginn þarf ekki að greiða tekjuskatt af þessum hlunnindum (hjólinu) ef hann uppfyllir viss skilyrði (hjólar á því til vinnu). Þetta kemur út sem 37,22-46,12% afsláttur af hjólinu (eftir því í hvaða tekjuskattsþrepi viðkomandi launþegi er) . Ef vinnuveitandinn á hjólið áfram, en lánar bara launþeganum það, má vinnuveitandinn reikna VSKinn af hjólakaupunum sem innskatt, þar kemur 25,5% afsláttur í viðbót, samtals 53-60% afsláttur!

Hvernig datt mér þessi vitleysa í hug? Einfaldlega af því að svona er þetta í Bretlandi. Sjáið t.d. hér og hér.

Auglýsingar
 1. Hallbjörn Magnússon
  mars 31, 2010 kl. 11:17 f.h.

  Þá er bara að koma þessu á framfæri við yfirvöld. Umhverfisráð Rvk og Gísli Marteinn væru kannski til í að kíkja á þetta. Þó svo að ríkið taki skattinn þá getur sveitarfélagið endurgreitt hann sjái það sér hag í því.

 2. hjoladu
  mars 31, 2010 kl. 11:35 f.h.

  Þjóðhagslegur sparnaður af hverjum km sem farinn er á hjóli í stað bíls skiptist á milli ríkis og sveitarfélags (er samtals um 51 ISK/km í Danmörku, hefur að sjálfsögðu ekki verið reiknað á Íslandi). Ég þori ekki að fullyrða að hlutfallið sé það sama og hlutfall tekjuskatts og útsvars, en það er a.m.k.tvímælalaust hagur bæði ríkis og borgar að styðja við samgönguhjólreiðar. En að sjálfsögðu myndi það vera bylting þó aðeins annar aðilinn gæfi eftir sinn hluta skattsins.

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: