Heim > Uncategorized > Íbúðagötur fyrir bíla, stofnbrautir fyrir hjól

Íbúðagötur fyrir bíla, stofnbrautir fyrir hjól

Þegar rætt er um umbætur fyrir hjólreiðar hugsa flestir um stíga. En það er margt fleira sem má gera í samgöngunetinu til þess að auðvelda hjólreiðar. Íbúðagötur með lítilli og hægri umferð geta vel nýst sem hjólaleiðir. Hér ætla ég að varpa fram nokkrum hugmyndum sem geta nýst við að búa til aðlaðandi umhverfi fyrir hjólreiðar í íbúðagötum.

30 km/h í íbúðahverfum.
Núþegar er víða búið að lækka hámarkshraða úr 50 í 30 km/h í íbúðahverfum. Afhverju? Meira en helmingur dauðsfalla í umferðinni í Bretlandi verður í götum með 50 km/h (30 mph) hámarkshraða (ég veit ekki hvert hlutfallið er á Íslandi). Með því einu að lækka hámarkshraðann úr 50 í 30 km/h björgum við mannslífum, það er ekkert flóknara en það. Í bónus fáum við minni hávaða- og loftmengun, lægri bensínreikning og mikið vinalegra umhverfi fyrir okkur og börnin okkar.
Í bænum Hilden í Þýskalandi er hámarkshraði hvergi yfir 30 km/h, víða bara 15 km/h. Þar fara íbúar 24% allra ferða á reiðhjólum. Í Hilden er verið að fjarægja sérstæðar hjólreiðabrautir vegna þess að akbrautirnar eru þægilegri og öruggari fyrir hjólreiðamenn.
Víða eru tækifæri til þess að minnka gegnumakstur í íbúðagötum með því að lækka hraðann. Fyrir hjólreiðar er það gerbylting á götunni og þannig má breyta götum sem nú eru tiltölulega hættulegar hjólreiðamönnum í fínustu hjólagötur.
Hér er ég bara að tala um að lækka hámarkshraðann. Eini kostnaðurinn við breytinguna er í skiltunum og kynningu á aðgerðinni. Það kalla ég ódýr mannslíf!  Hér má finna nánari umfjöllun um kosti og galla 30 km/h gatna.

Einstefna fyrir bíla, tvístefna fyrir hjól
Þetta er bráðsniðug „jákvæð mismunun“ fyrir hjólandi umferð. Flestar einstefnugötur á Íslandi eru einstefnugötur vegna þess hvað þær eru mjóar. Þær eru flestar í gömlum hverfum. Í nýrri hverfum eru íbúðagötur mikið breiðari, tvístefnugötur og þá frekar gerðar að botnlöngum til að koma í veg fyrir gegnumakstur. En afhverju má ekki nota einstefnu til þess að minnka umferð í íbúðagötum? Þá mætti einstefnan aðeins ná til bílaumferðar og hjólandi umferð mætti leyfa í báðar áttir, eins og gert er í hollensku götunni á myndinni hér til hægri. Þessu mætti jafnvel beita á heilu hverfin þannig að gegnumasktur í íbúðagötum sé lágmarkaður en hjólandi umferð óheft. Kostnaðurinn við svona aðgerð liggur fyrst og fremst í hönnun og umferðargreiningu. Ef árangurinn er bætt umhverfi fyrir íbúa heils hverfis og minni slysahætta er kostnaðurinn vel réttlætanlegur.

Botnlangar
Botnlangar hafa mikið verið notaðir á Íslandi til þess að lágmarka gegnumakstur í íbúðagötum. Heilu hverfin eru skipulögð með þessari uppbyggingu og þá reynt að hafa stíga á milli botnanna í botnlöngunum. Þessi tenging göngu- og hjólreiðastíga úr botni botnlanga er gríðarlega mikilvæg. Ef stígana vantar verður gangandi og hjólandi umferð að nota sömu safn- og stofnbrautir og bílaumferðin sem oftast eru slæmar hjólagötur. Tenging við göngu- og hjólreiðastíg gerbreytir umhverfinu. Að sama skapi verður að þjónusta þessa stíga þ.a. hægt sé að reiða sig á þá allt árið um kring.
Nú er auðveldlega hægt að breyta íbúðagötu með gegnumakstur í tvo botnlanga, t.d. með tveimur blómakerum. Þannig er hægt að koma algjörlega í veg fyrir gegnumakstur bílaumferðar, en gangandi og hjólandi umferð getur áfram nýtt götuna sem stofnbraut. Þetta er mjög ódýr og áhrifamikil lausn fyrir íbúðagötur þar sem gegnumakstur er vandamál.

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: