Heim > Uncategorized > Hjólreiðar, öryggi og öryggistilfinning

Hjólreiðar, öryggi og öryggistilfinning

Oft finnst mér að enginn trúi mér þegar ég held því fram að hjólreiðar eru ekki hættulegar. Hættan við hjólreiðar er afsökun sem margir nota til að réttlæta ofnotkun á einkabílnum (eins öfugsnúið og það er í raun). En afhverju er þetta svona?

Það er ekki séns að ég geti unnið við að þvo glugga á turninum við Smáratorg en gæti vel hugsað mér að vera leigubílstjóri eða rútubílstjóri. Samt er slysa- og dánartíðni við gluggaþvott mikið lægri en hjá atvinnubílstjórum. Á sama hátt eru það ekki margir sem skoða slysa- og dánartíðni meðal hjólreiðamanna þegar þeir ákveða hvort eigi að hefja hjólreiðar. Þar skiptir „öryggistilfinning“ miklu meira máli. Öryggistilfinningin skiptir enn meira máli í ákvarðanatökunni þegar um er að ræða börn eða ástvini þeirra sem taka ákvörðunina.

Auðvitað ætti að gera allt sem hægt er til þess að gera hjólreiðar öruggar, en til þess að fjölga hjólreiðamönnum er í raun mikilvægara að einblína á öryggistilfinningu hjólreiðamanna en á raunverulegt öryggi. Þetta kann að hljóma kuldalega, en við skulum hafa það í huga að fjöldi hjólreiðamanna er einn veigamesti þátturinn í öryggi þeirra.

Hvað er það sem hefur áhrif á öryggistilfinningu hjólreiðamanna? Nálægð, hraði og þungi bílaumferðar eru þar langstærstu þættirnir þegar horft er til hjólreiðaumhverfisins. Hjólreiðaumhverfi sem býður upp á ásættanlega öryggistilfinningu er þannig að bílaumferð þar sem hámarkshraði er yfir 30 km/klst og hjólaumferð er aðskilin með einhverju veigameira en hvítri línu á malbikinu. Hjólaumferð og gangandi umferð ættu líka að vera aðskildar með meiru en hvítri línu, en það hefur mikið minni áhrif á öryggistilfinninguna en aðskilnaður frá bílaumferð (öryggi annarra hefur lítil áhrif á öryggistilfinningu fólks).
Notkun hjálma og skærgulra vesta eykur öryggistilfinningu notandans en dregur úr hjólreiðaöryggistilfinningu allra sem sjá viðkomandi. Þ.e.a.s. þegar einhver hjólar með hjálm eða í skærgulu vesti skynja aðrir hjólreiðarnar sem hættulega athöfn (vegna öryggishjálpartækjanna). Hjólaljós og glitaugu hafa ekki þessi áhrif. Hjálmlaus hjólreiðamaður í venjulegum fötum sendir aftur á móti þau skilaboð að hjólreiðar eru ekki hættulegar. Aftur ætla ég að minna á að hjólreiðar eru ekki hættulegar. Hvort að hjálmar og skærgul vesti hafi líka áhrif á raunverulegt öryggi notandans (en ekki bara öryggistilfinninguna) er ég ekki viss um, en bendi lesendum t.d. á þessa síðu til nánari glöggvunar. Hjólaljós og glitaugu hafa mikil áhrif á öryggi hjólreiðamanna í myrkri, það er óumdeilt að ég held.
Fjölmiðlaumfjöllun um hjólreiðar, fréttir af slysum, hjólreiðar í bíómyndum (steríótýpur), netið og almenn umræða, allt þetta hefur áhrif á „almenningsálitið“ sem aftur hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu hjólreiðamanna.

Hvað getum við þá gert til að auka öryggistilfinningu hjólreiðamanna og fjölgað þeim um leið? Skiljum hjólreiðabrautir frá annarri umferð, lækkum hámarkshraða niður í 30 km/klst í öllum íbúðargötum, hugsum okkur tvisvar um áður en við setjum á okkur hjálma og skærgul vesti og hjólum og bloggum meira.

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: