Heim > Uncategorized > Nokian nagladekk

Nokian nagladekk

Þá eru það Nokian dekkin frá Suomityres. Þessi dekk hafa verið ráðandi á íslenskum markaði í gegnum árin og ýmsar gerðir þeirra fást í mörgum hjólabúðum. Skoðum úrvalið:
Nokian Hakkapeliitta Stud

Þessi dekk koma a.m.k. í 26×1,9″ stærð, þá með 62 stálnöglum (með karbítmiðju) í 2 röðum, þyngdin er 1040 g en ekkert verð fann ég. Munstrið er götumunstur.
Þetta dekk er með frekar strjála nagla og fínt munstur. Nokkurnvegin sama dekkið (sama munstur) heitir líka Nokian A10 en það fæst í fleiri stærðum, bæði 700C og 26″, þá með upp í 76 nagla og þyndum niður í 800 g og verðum um 40 dollara í Bandaríkjunum. Dekkið gæti verið ágætislausn fyrir þá sem vilja hafa sem minnst viðnám en þó einn og einn nagla. Naglarnir eru frekar langt frá miðju, þ.a. hugsanlega má minnka viðnám þeirra með því að pumpa dekkið glerhart.
Nokian Hakkapeliitta W106

Þetta dekk kemur í 26×1,9″, 35x700C og 40x700C, naglarnir eru 106 í tveimur röðum, þyngdin er 820g (fyrir 26″ dekk) og verðið um 44 dollara. Munstrið er götumunstur með frekar miklu gúmmíi á miðjum bana og tiltölulega fíngert, en naglarnir eru nálægt miðju.
Þetta er algengt dekk á Íslandi, enda létt, með lítið viðnám og tiltölulega ódýrt. Ekki skilst mér að það sé rómað fyrir getu í snjó og slabbi, en er víst ágætt í hálku. Sumum hefur reynst vel að hafa W106 sem afturdekk en grófara dekk að framan.
Nokian Mount & Ground 160

Þetta dekk kemur bara í 26×1.9″ stærð, naglarnir eru 160 í tveimur röðum, þyngdin er 850 g og verðið um 45 dollara. Naglarnir eru frekar langt til hliðar og munstrið verður að kallast frekar snjómunstur heldur en götumunstur, en er þó ekki í flokki þeirra grófustu.
Þetta dekk er vinsælt til samgönguhjólreiða á Íslandi. Þó að naglarnir séu fleiri í grófari dekkjunum verður að athuga að í þessu dekki eru 160 naglar í tveimur röðum (grófari dekkin hafa þá í 4 röðum) þ.a. bil milli nagla í sömu röð er hvað minnst í þessu dekki.
Nokian Hakkapeliitta W240

Þetta dekk kemur í 26×1.9″ og 700x40C, er með 240 nagla í 4 röðum, 26″ dekkið er 880 g og kostar um 68 dollara. Munstrið er tiltölulega gróft snjómunstur.
Þetta er mjög algengt dekk á Íslandi, hentar þeim sem þurfa að komast sinnar leiðar í hvaða færð sem er. Það dugar líka í einhverjar fjallhjólreiðar, en önnur grófari dekk myndu leysa þau verkefni enn betur í flestum tilfellum. Ég er á mínum 5. vetri á svona dekkjum, set þau undir við fyrstu hálku (venjulega í október eða snemma í nóvember) og tek þau undan í lok apríl eða byrjun maí. Það kemur sjaldan fyrir að ég óski mér grófari dekkja, en mun oftar að ég bölvi miklu viðnámi.
Nokian Extreme 294

Þetta dekk kemur í 26×2.1″ og 29×2.1″ stærðum, er með 294 nagla í 4 röðum, 26″ dekkið vegur 950 g og verðið er um 88 dollara. Munstrið er mjög gróft snjómunstur með mjög litla „takka“.
Eftir því sem „gúmmítakkarnir“ sem naglarnir eru í verða minni m.t.t. stærð naglanna, verður þrýstingur á naglana meiri (á ís) og þeir ná meira gripi. Eins er minna um að snjór festist í dekkinu. Á móti kemur að viðnámið á þurru malbiki eykst. Þetta dekk myndi ég segja að væri of gróft fyrir flestar samgönguhjólreiðar, en á heimavelli í vetrarfjallahjólreiðum, enda kalla þeir hjá Suomityres þetta XC dekk.
Nokian Hakka 300

Þetta dekk kemur í 26×2.1″ og 26×2.2″ stærðum, er með 300 álnagla með karbítmiðjum í 4 röðum, 2.1″ dekkið er 795 g og kostar um 110 dollara. Munstrið er gróft snjómunstur með litla „takka“.
Munstrið er svipað og í Extreme 294, en hér eru komnir álnaglar (en með karbítmiðju). Dekkið er því léttara og dýrara. Án þess að leggjast í yfirgripsmiklar rannsóknir, fann ég engar upplýsingar á netinu um hvort slit á álnöglunum er meira en á stálnöglunum. Þeir hjá Suomityres ætla þetta dekk fyrir XC vetrarhjólreiðar.
Nokian Freddie’s SW336

Þetta dekk kemur í 26×2.3″ stærð, með 336 álnagla í 6 röðum, þyngdin er 990g og verðið 118 dollarar. Munstirð er gróft snjómunstur með jafnvel enn minni takka en hin torfærudekkin frá Nokian.
Þetta er Freeride vetrardekk samkvæmt framleiðanda, hugsanlega það öflugasta á markaðnum. Þetta er dekkið fyrir þá allra kröfuhörðustu, dekkið sem þú skellir undir næst þegar þú þarft að hjóla niður Esjuna í febrúar 😉

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: