Heim > Uncategorized > Schwalbe nagladekk

Schwalbe nagladekk

Eftir því sem ég best veit fást Schwalbe nagladekk ekki hér á klakanum (sjá t.d. þetta yfirlit yfir úrvalið). Þó eru þessi dekk að fá frábæra dóma hvað varðar gæði og endingu, ekki ætti orðsporið af öðrum dekkjategundum að spilla fyrir. Kíkjum aðeins á hvað þeir hafa að bjóða:

Marathon Winter HS 396
Þetta er dekk með „götumynstri“, 26″ útgáfan er 1.75″ breið, með 200 nöglum í 4 röðum, 950g með kevlar styrkingu. Til í stærðum: 20″, 24″, 26″, 700x35C og 700x45C. Hjá Schwalbe í Bandaríkjunum kostar dekkið 78 dollara.
Þetta dekk hentar á ruddum en hálum götum og stígum en virkar lítið í snjó eða slabbi þar sem mynstrið er ekki nógu gróft fyrir þannig aðstæður. Naglarnir eru víst með karbít miðju steypta í stál, þannig að þeir ættu að endast vel.

Snow Stud HS 264

Þetta dekk er með aðeins breiðara og með grófara mynstri en Marathon Winter. 26″ útgáfan er 1.9″ breið, með bara 100 nöglum í 2 röðum, 980 g með kevlar styrkingu. Kemur í 26″ og 700x38C. Kostar 72 dollara hjá Schwalbe.
Þetta dekk er með nöglunum til hliðar við miðju og framleiðandi mælir með því að hleypa úr í hálku. Hugsunin er að þegar dekkið er hart snerti naglarnir ekki jafn mikið og þannig er dregið úr viðnámi. Þetta hentar þeim sem lenda bara stöku sinnum í hálku (og aldrei óvænt). Dekkið er ekki léttara en Marathon Winter þrátt fyrir að það séu helmingi færri naglar, en ég veit ekki hvernig viðnámið kemur út.

Ice Spiker HS 333

Þetta er fullvaxið vetrarfjallahjóladekk, bara til í 26×2.1″, með 304 nagla í 4 röðum, 980 g með kevlar styrkingu. Dekkið er á 111 dollara hjá þeim. Mynstrið er nógu gróft til þess að virka vel í snjó og slabbi. Þetta dekk virðist vera á heimavelli í torfærum í snjó og á frosnum stígum. Aftur á móti er hætt við að flestum þyki dekkið hafa full mikið viðnám fyrir daglegar samgönguhjólreiðar.

Ice Spiker Pro HS 379
Þetta er „stóri bróðir“ Ice Spiker dekksins, kemur líka bara í 26×2.10″ með 361 nagla í 4 röðum en aðeins 695g! Verðmiðinn hljóðar líka upp á 150 dollara.
Þyngdinni er náð niður með því að nota nagla þar sem karbít-miðjan er steypt í álnagla (í stað stál). Þetta virðist vera stóri munurinn á þessu dekki og „litla bróður“.

Schwalbe dekkin eru öll nema Ice Spiker Pro með kevlar styrkingu. Þetta er eitthvað sem ég held að Schwalbe hafi góða raun af úr „sumardekkjunum“ sínum og á mikinn þátt í vinsældum þeirra. Sjálfur hef ég aldrei sprengt nagladekk nema með því að klemma slönguna með of lin dekk. Það getur þó vel verið gagn af þessu í götunagladekkjunum.
Almennt virðast grófu dekkin vera með öflugustu vetrarfjallahjóladekkjunum á markaðnum, alveg þess verð að fá að reyna sig við íslenskar aðstæður að mínu mati.
Hefur einhver prófað þessi dekk?

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: