Heim > Uncategorized > Afríkuhjólið frá Kona

Afríkuhjólið frá Kona

Níðsterkt stálstell með „ömmulaginu“, belgmikil dekk með látlausu munstri, 3 gírar í nafi með fótbremsu, níðsterkur, ásoðinn bögglaberi, karfa, bretti, keðjuhlíf, lás, bjalla, matt svart eða blátt. Og fyrir hver 2 seld hjól gefur Kona 1 til hjálparstarfs í Afríku!
Hér er nákvæm lýsing Á Kona Africabike 3.0, og hér er síðan um hjálparstarfið.
Í stuttu máli virkar þetta þannig að Kona hannaði hjól sem hentar aðstæðum við hjálparstarf í Afríku. Einfalt, ódýrt en sterkt. Fyrir hver 2 hjól sem seljast gefur Kona 1 til Afríku. Einnig er hægt að „gefa Afríkuhjól“ beint, það kostar c.a. hálfvirði af verði hjólsins, held ég. Nú er búið að gefa rúmlega 2500 hjól til Afríku.
Þeir sem fá hjólin eru starfsmenn heimaþjónustu alnæmissjúklinga og HIV-smitaðra, nánartiltekið þeir sem sinna heimaþjónustu í dreifbýli. Þeir ganga til vitjana í dag og ná því að jafnaði bara að heimsækja 1 sjúkling á dag en þeir sem hafa fengið hjól ná að heimsækja allt að 8 sjúklinga á dag. Þegar hjólunum er dreift eru einhverjir þorpsbúar dubbaðir upp sem hjólaviðgerðamenn, þeir fá þá kennslu og þjálfun í því sem þarf til að taka í sundur og setja hjólin saman frá grunni, viðgerðum, viðhaldi og umhirðu. Svo segjast Kona-menn reyna að heimsækja þorpin um 1 ári seinna til þess að sjá hvernig hjólunum reiðir af. Sjálfboðaliðar geta tekið þátt í að „gefa hjólin“ með því að mæta á ákveðna staði í Afríku og fá þá að vinna við samsetningar á hjólunum og fleira sem til fellur við verkefnið.
Hjólið virðist henta ágætlega til samgöngubrúks hér á klakanum. Kannski ekki það hraðskreiðasta, en hefur ýmsa aðra eiginleika sem geta vegið það upp, t.d. kemur með bretti, böglabera og körfu beint frá framleiðanda, lágmarks viðhaldsþörf, 3 bremsur, pilsa-vænt stell, hentug dekk ofl. Auðvitað eru Kona svo með svipað hjól með s.k. karlastelli (demantsstelli), Worldbike.

Kona wanted to buy the world a Coke®, but realised the last thing the world needs is more sugar and caffeine, so they made it a bike instead.

You’re welcome world.

Þekkir einhver til Afríkuhjólsins? Er einhver með umboð fyrir Kona á Íslandi?
Er þetta kannski bara auglýsingabrella sem ég kolféll fyrir?

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: