Heim > Uncategorized > Um hjólahjálma

Um hjólahjálma

Ég setti um daginn setningu á „Að byrja“ síðuna þar sem ég mæli með því að hjóla frekar hjálmlaus en að hjóla ekki. Ég trúi því nefnilega að þrýstingur á hjálmanotkun hafi dregið mikið úr hjólreiðum fullorðinna og sé skaðlegur lýðheilsunni.
Eftir því sem ég best veit hefur aðeins ein rannsókn verið gerð á Íslandi um tengsl hjólahjálma við meiðsl í hjólreiðaóhöppum. Sú rannsókn birtist í Læknablaðinu 1996 og var gerð af læknum á slysadeild borgarspítala. Úrtakið var fórnarlömb hjólreiðaóhappa sem leituðu til Borgarspítala á árunum 1990 til 1995, þess má geta að hjálmaskylda fyrir börn var lögleidd 3 árum eftir birtingu rannsóknarinnar.
Það hefur því ekki verið gerð nein nothæf rannsókn á Íslandi sem styður eða hrekur þá fullyrðingu að reiðhjólahjálmar geri gagn. Persónulega trúi ég því að hjálmaskylda og þrýstingur um notkun reiðhjólahjálma dragi úr hjólreiðum og valdi því þjóðinni heilsutjóni. Mig grunar að það heilsutjón sé meira, fyrir þjóðina sem heild, heldur en heilsutjón sem hlýst af hjálmleysi í hjólreiðaóhöppum.
Landssamtök hjólreiðamanna hafa gert grein fyrir sínum skoðunum um hugsanlega hjálmaskyldu hjólreiðamanna, þær má sjá hér. Ég held að það sé mikið meira hagsmunamál fyrir þjóðina að hvetja til hjálmanotkunar í bílum heldur en á hjólum, alveg sama hvernig á málið er litið.

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: