Heim > Uncategorized > 11 gíra Alfine naf á leiðinni

11 gíra Alfine naf á leiðinni

Samkvæmt blogginu hjá Vik er von á nýju 11 gíra Shimano Alfine gíranafi í september.
Eiginleikar Shimano nafanna eru því að nálgast Rohloff, gírasviðið er komið í 409% (var 307% í 8-gíra alfine og er 526% í Rohloff), skiptingarnar eru ekki allar jafnar (eins og hjá Rohloff) en nálgast það þó (8×13% og 2×17%). Það sem mér finnst merkilegast er þó að nýja Alfine nafið verður „olíufyllt“ eins og Rohloff, því verður spennandi að sjá hvort ending og bilanatíðni fer að verða svipað og hjá Rohloff. Með nafinu á víst að koma „trigger shifter“, en mig grunar að þeir komi fljótt með „brifter“ líka fyrir hrútastýrin.

Sem áhugamaður um samgönguhjólreiðar er ég alltaf mjög spenntur yfir þróun í gíranöfum, jafnvel þó ég finni sjálfur ekki þörf fyrir svona græju. Ég get vel ímyndað mér að þetta sé alveg málið fyrir mjög marga. Viðhaldið minnkar, ekkert skrölt frá vanstilltum gírum, keðjan fer aldrei útaf, snjór og klaki hafa lítil áhrif, hægt að skipta um gíra þó maður sé stopp o.s.frv. Ekkert juð, bara hjóla.

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: