Heim > Uncategorized > Er veðurfar í Reykjavík óhagstætt hjólreiðum?

Er veðurfar í Reykjavík óhagstætt hjólreiðum?

Þetta er ein algengasta afsökun Íslendinga fyrir ofnotkun einkabílsins, „æ, það er alltaf svo vont veður“.

En hvernig er veðrið í Reykjavík m.t.t. hjólreiða?

 • Hitastig. Meðalhiti í Reykjavík var 5,5°C í fyrra. Lægsti hiti -9,7°C, hæsti hiti 21,1°C.
 • Vindur. Meðalvindur í Reykjavík er um 4 m/s. Austanátt er algengust en meðalvindhraði í austanáttum er einmitt um 4 m/s. Suðaustanáttir eru hvassastar, að meðaltali um 5,2 m/s. Rólegastar eru vestlægar áttir og NA-átt, meðalhraði þeirra er rúmlega 3 m/s.
 • Meðalársúrkoma í Reykjavík er 798,8 mm. Meðalfjöldi úrkomudaga er 221.1

Er þá of kalt í Reykjavík? Kaldasti dagur í fyrra náði ekki einusinni -10°C! Jú, maður þarf húfu, vetlinga og jafnvel föðurland, en það er ekki verra en það. Meðalhiti í Amsterdam er 9,6°C, þ.e. 4° hærra en í Reykjavík. Það þykir mér ekki mikill munur, ein þunn peysa eða svo.

Er of heitt í Reykjavík? Heitasti dagur ársins náði 21°C, það kallast seint „of heitt“.

Er of hvasst í Reykjavík? Meðalvindur í Amsterdam er 4,5 – 5,0 m/s, þ.e.a.s. hærri en í Reykjavík! Það koma dagar þegar vindhraði í Reykjavík fer yfir öll velsæmismörk (20 m/s t.d.), en þeir eru ekki margir á ári. Meðalvindurinn segir okkur meira um hvernig aðstæðurnar eru að jafnaði.

Er of blautt í Reykjavík? Í Amsterdam er meðalársúrkoma 780 mm og fjöldi úrkomudaga 234. Þ.e.a.s. örlítið minni heidlarúrkoma en dreifist á fleiri daga en í Reykjavík.

Svifryk mældist yfir mörkum a.m.k 15 sinnum í Reykjavík í fyrra. Sennilega er það óhagstæðasta „veðurfarsstærðin“ fyrir hjólreiðar í Reykjavík.

Það þarf ekki að ræða þetta neitt meira, hættið að væla og drífið ykkur út að hjóla!

Heimildir:

http://www.climatetemp.info/netherlands/

http://www.vedur.is/Medaltalstoflur-txt/Reykjavik_001_med6190.txt

http://www.vedur.is/Medaltalstoflur-txt/Stod_001_Reykjavik.ArsMedal.txt

http://www.borgarvefsja.is/vedurstofa/vi_vedurstofaislands.pdf

http://knol.google.com/k/paul/amsterdam/m3hpd3552jcv/11#

http://www.knmi.nl/klimatologie/normalen1971-2000/wind_jaargemiddelde.html

Auglýsingar
 1. febrúar 10, 2010 kl. 12:16 e.h.

  Takk fyrir þessa fróðlegu samantekt.

 2. febrúar 17, 2010 kl. 11:50 e.h.

  Ég tek undir með þér. Uppgötvaði hið sama þegar ég skoðaði veður gögn.

  „Staðreyndir eru hræðilegt fyrirbæri – fyrir alla sem vilja lifa og hrærast í sjálfsblekkingu.“

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: