Heim > Uncategorized > Hjólreiðaáætlun og prófkjör í Reykjavík

Hjólreiðaáætlun og prófkjör í Reykjavík

Til hamingju Reykvíkingar með hjólreiðaáætlunina sem samþykkt var í umhverfis- og samgönguráði um daginn. Þetta eru glæsilegir draumar fyrir hjólreiðafólk. Vonandi kemst eitthvað af þessu til framkvæda.

Reykjavikurborg hefur það nú að leiðarljósi að huga að hjólreiðum við gerð allra umferðarmannvirkja.

Þetta er svo sannarlega gríðarleg bylting ef rétt reynist, en ætti þó að vera svo sjálfsagt mál.
Ég skora hér með á önnur sveitarfélög að fylgja eftir með svipuðum hætti. Það eru margir aðrir bæjir sem gætu stórbætt bæjarlífið og samgöngurnar með því að efla stuðning við hjólreiðar.

Prófkjör sjálfstæðismanna og samfylkingarinnar í Reykjavík
Undirritaður hefur reynt eftir fremsta megni að halda þessu bloggi pólitískt hlutlausu. En nú er ekki hægt annað en að minnast á þessi prófkjör. Það hreinlega hrópar á mann að tveir ötulustu talsmenn hjólreiða í borgarstjórninni fengu slæma útreið í þessum prófkjörum, Gísli Marteinn og Dofri Hermanns. Þetta eru slæm tíðindi. En uppgangur og vinsældir hjólreiða undanfarið hljóta að hafa þau áhrif að á þá verði hlustað áfram og aðrir taki undir boðskapinn. Ég skora hér með á frambjóðendur til þess að koma sinni sýn á samgöngumál á framfæri fyrir kosningar og kjósendur að athuga þessi mál rækilega.

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: