Heim > Uncategorized > Frábærar aðstæður undanfarið

Frábærar aðstæður undanfarið

Undanfarna daga hafa verið alveg frábærar hjólreiðaaðstæður hér á Akureyri.
Seinnipart desember snójaði heil ósköp, en eftir það hefur verið bjart yfir, logn og frost frá -3 til -15. Á meðan það snjóaði var frekar erfitt að komast leiðar sinnar á hjóli, en um leið og snjórinn var búinn að þjappast á götum og búið að ryðja flesta stíga voru komnar hinar fínustu hjólaaðstæður.
Snjórinn gerir það að verkum að það birtir heil ósköp. Ljósið frá götulýsingunni nýtist margfallt betur þegar það skín á hvíta fleti heldur en svarta, því er bjartara á götunum og hjólreiðamenn sjást betur. Ekki skemmir það að snjórinn dempar umferðarhljóðin og önnur umhverfishljóð.
í svona frosti eins og hefur verið undanfarið verður þjappaður snjórinn á götunum stamur en ekki glerháll og harður. Því bíta nagladekkin alveg frábærlega við þessar aðstæður. Ég þurfti að nauðhemla í morgun þegar bíll bakkaði út úr stæði í veg fyrir mig á þröngri götu. Hemlunarvegalengdin hjá mér var ekki mikið lakari en á þurru malbiki. Svo marrar svona skemtilega í snjónum þegar naglarnir bíta sig í hann.
Þrátt fyrir töluvert frost suma daga hef ég ekki enn þurft að skafa af hjólinu, en flestir ökumenn þurfa að eiga við þann fjanda daglega.
Er ekki lífið yndislegt?

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: