Heim > Uncategorized > Þiggur þú ölmusu í umferðinni?

Þiggur þú ölmusu í umferðinni?

Við lendum öll í þessu.
Hjólreiðamaður nálgast biðskyldu, tekur sér stöðu á miðri akreininni og bíður eftir að bíllinn sem á „réttinn“ á hann drífi sig burt.
En hvað gerist? Jú bilstjórinn fer alveg í kerfi þegar hann sér hjólreiðamann í bílaleik og stoppar til að horfa á hann. Eða kannski er hann bara hræddur um að hjólreiðamaðurinn æði beint í veg fyrir hann, því eins og við vitum er hegðun hjólreiðamanna álíka fyrirsjáanleg og veðrið um versló. Kannski er hann blindaður af öllum ljósunum.

Í þessum aðstæðum fer ég venjulega í störukeppni við viðkomandi bístjóra. Reyni að vera hissa á svipinn. Þetta getur orðið pínu heimskulegt á endanum, sérstaklega þegar fleiri bílar koma á gatnamótin, litlu öruggari um hvað er að gerast en hinir sem fyrir eru.

Hvað gerið þið þegar þið lendið í þessu?
Nýtið ykkur „hugulsemina“ og farið af stað?
Veifið eitthvað óskiljanlegt til bílstjórans og blikkið framljósinu?

Auglýsingar
  1. Darri Mikaelsson
    nóvember 17, 2009 kl. 9:40 e.h.

    ég kannast við þetta 🙂 og reyni störukeppnistækni, líka að vera hissa á svipinn. yfirleitt reyni ég að vera á undan hinum bílunum eða ef ég sé að svona staða gæti komið upp, bremsa ég vel fyrir svo að bíllinn með „réttinn“ dettur ekki í hug að stoppa.

  2. nóvember 22, 2009 kl. 12:10 f.h.

    Ef ég tel það hættulaust leyfi ég bílstjóranum oftast að eiga sína sérvisku og hjóla yfir þótt hann eigi réttinn. Ef mér finnst það vafasamt útaf öðrum bílum reyni ég að veifa honum áfram og brosa.

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: