Heim > Uncategorized > Vélib’ leiguhjólin í París

Vélib’ leiguhjólin í París

Parísarborg hefur undanfarin ár rekið risavaxna hjólaleigu, Vélib’, sem margir kannast við. Hjólin eru sérhönnuð samgönguhjól og hægt er að leigja þau gegn vægu gjaldi (1 evra hálftíminn) á sjálfvirkum Vélib’ – stöðvum víðsvegar um borgina. Litlu hefur verið til sparað við verkefnið, enda átta menn sig í París á hver er ávinningur þess að auka veg hjólreiða í samgöngum bæði heimamanna og ferðamanna. Notkun Vélib’ hjólanna hefur verið frá 50.000 til 150.000 ferðir á dag, samtals 63 milljónir frá byrjun!
Upphaflega voru í boði 20.600 vönduð samgönguhjól, sérhönnuð fyrir verkefnið, smíðuð í Ungverjalandi og kosta rúmlega 400.000 kr. stykkið! En verkefnið er nú í hættu vegna þess hve mikil afföll eru af hjólunum. Þeim er stolið og þau eru skemmd. Um 80% af hjólunum hefur verið stolið eða þau skemmd, þeim er hent í Signu, birtast á víðavangi í úthverfum, í borgum austur Evrópu og jafnvel í gámum á leið til norður Afríku. Nú eru fleiri hudruð manna í vinnu við að gera við Vélib’ hjólin. Þrátt fyrir það eiga þeir sem treysta á Vélib’ hjólin í daglegum samgöngum í vandræðum með að finna hjól sem hægt er að treysta.
Þetta er sorgleg staða sérstaklega áhugaverðs verkefnis. Maður spyr sig hvort svona nokkuð geti nokkurntíman gengið upp á Íslandi fyrst þetta gengur svona illa í París?
Hér er grein á vef New York Times um þetta.

Auglýsingar
 1. nóvember 3, 2009 kl. 12:44 f.h.

  Ekki á maður að trúa og predíka öllu sem maður les 🙂

  Manni skilst að greinin í New York Times byggi á úréltum upplýsingum og mjög einhliða úrval af þeim.

  Sjá til dæmis hér :

  http://newmobilityagenda.blogspot.com/2009/10/there-they-go-again-burying-velib-hey.html

 2. hjoladu
  nóvember 3, 2009 kl. 9:55 f.h.

  Nei það er greinilega rétt hjá þér Morten.
  Takk fyrir að leiðrétta þetta!

 3. nóvember 3, 2009 kl. 11:11 f.h.

  Takk fyrir jákvæð viðbrögð 😀

  Hér er annar sem skrifar um Vélíb’ og NYT. Þeta er bloggsíða sem fjallar „bara“ um „Bike sharing“ :

  http://bike-sharing.blogspot.com/2009/11/bike-sharing-meet-reality-reality-meet.html

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: