Heim > Uncategorized > Aðstaða fyrir hjólafólk á vinnustað

Aðstaða fyrir hjólafólk á vinnustað

Nú fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem hjóla í vinnuna. Fyrirtæki og stofnanir sýna líka frumkvæði og vilja til þess að auðvelda mönnum það, m.a. með grænum samgöngustefnum og aðgerðum til að styðja þær.

Mér datt í hug að taka saman smá lista yfir aðgerðir sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til þess að hvetja starfsfólk til hjólreiða með því að skapa aðstöðu á vinnustað, það mikilvægasta er efst í listanum:

 1. Geymsluaðstaða fyrir hjól. Hér eru allskonar lausnir mögulegar, t.d. kjallari, svæði inni á lager, leyfa mönnum að geyma hjól inni í bás hjá sér, hjólarekki innan læstrar girðingar (úti) o.s.frv.
 2. Sturta.
 3. Aðstaða til að geyma dót (föt, handklæði, snyrtidót, verkfæri ofl.) og þurrka blaut föt.
 4. Fyrirtækisbílar sem hægt er að nota í vinnuerindum.
 5. Fyrirtækisbílar sem má nota í einkaerindum (jafnvel bara í neyðar-einkaerindum)
 6. Sveigjanlegur vinnutími, jafnvel bara 15 – 30 mínútur í hvora átt getur skipt öllu máli fyrir suma.
 7. Fyrirtækishjól sem má nota í fyrirtækis- og einkaerindum ef maður kom ekki á hjóli sjálfur.

Þetta var það sem mér datt í hug varðandi aðstöðusköpun. En möguleikarnir í hvatningu eru óendanlegir. Eftirfarandi eru raunveruleg dæmi sem ég hef frétt af:

 1. Greiða starfsmönnum fyrir að nota ekki bílastæði sem nemur kostnaði fyrirtækisins af bílastæðum.
 2. Borga út „íþróttastyrk“ gegn kvittunum fyrir rekstri á reiðhjóli starfsmanns.
 3. Happadrætti meðal starfsmanna sem uppfylla ákveðin markmið um vistvænar samgöngur.
 4. Starfsmenn safna viðbótarorlofi fyrir að hjóla til vinnu, 10 mínútur fyrir hvern dag sem hjólað er.

Hjá reiðhjólaíhlutaframleiðandanum Chris King Precision Components eru starfsmenn mikið hvattir til þess að hjóla til og frá vinnu. Þar eru eftirfarandi aðstæður og aðgerðir notaðar:

 1. Örugg innanhúsgeymsluaðstaða fyrir hjól með sér inngangi.
 2. Kynjaskipt búnings- og sturtuaðstaða.
 3. Læstur, rúmgóður skápur fyrir hvern starfsmann. Skáparnir eru búnir loftræsingu til að þurrka föt fljótt og vel.
 4. Reiðjól, lásar og ljós sem starfsmenn geta fengið lánað að vild.
 5. Aðstoð við leiðarval og almenn ráðgjöf hjá „samgönguhjólreiðafulltrúa“ fyrirtækisins.
 6. Nýjir starfsmenn fá persónulegan fund þar sem farið er yfir valkosti í samgöngumálum.
 7. Í maí og september á hverju ári geta starfsmenn unnið sér inn allt að 2 launuðum frídögum (hvorn mánuð) með því að hjóla til og frá vinnu.

Hvað gerir þinn vinnuveitandi fyrir þig?

Auglýsingar
 1. Engar athugasemdir ennþá.
 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: