Heim > Uncategorized > Verð- og birgðakönnun á nagladekkjum

Verð- og birgðakönnun á nagladekkjum

Jæja, loksins er veturinn að nálgast. Þið vitið hvað það þýðir; nagladekk!

Svona er staðan hjá reiðhjólaverslununum skv. mjög lauslegri og óvandaðri könnun síðunnar:

Örninn:
Ekkert til, fá Nokian um miðjan okt.

Markið:
Ekkert til, fá Nokian um miðjan okt.

Útilíf Holtagörðum:
Kenda 100 nagla til í 700C á 7900 kr.

Borgarhjól:
Kenda 168 nagla til í 26″ og 700C (held ég) á 10900 kr.
Kenda 252 nagla til í 26″ á 13900 kr.

Skíðaþjónustan Akureyri:
Nokian 160 nagla til í 26″ á 9900 kr.

Hjólasprettur
Ekkert til, fá Nokian í okt.

Nokian dekkin má sjá hér og Kenda dekkin hér

Svona er þetta. Sjálfur hjóla ég á Nokian 240 nagla og er hæst ánægður með gripið, en oftast eru þau of gróf og þung fyrir mig. Dauðlangar að prófa 106 nagla Nokian. Ég þekki Kenda nagladekkin ekki neitt.

Þið sem hafið einhverja reynslu af þessum dekkjum sem eru til, endilega komið með athugasemdir.

Auglýsingar
 1. Fjölnir
  september 29, 2009 kl. 2:34 e.h.

  Góð síða hjá þér.

  Hjólasprett vantar í samantektina hjá þér. Þeir voru þeir sem áttu síðustu nagladekkin í fyrra og á besta verðinu. ég þekki reyndar ekki stöðuna hjá þeim núna en reikna með að þeir verði sterkir í nagladekkjunum aftur.
  Eins mætti koma því að, að þeir eru með sæmilegt úrval af góðum og ódýrum hjólafatnaði frá AGU. Megnið af mínum fötum er AGU og ég kann þeim góða sögu. – nei ég er ekki á prósentum hjá þeim… :O)

  Fjölnir.

 2. hjoladu
  september 29, 2009 kl. 2:44 e.h.

  Takk fyrir það Fjölnir.

  Það er rétt hjá þér, ég gleymdi Hjólaspretti. Er búinn að laga það núna.

 3. Árni
  október 1, 2009 kl. 8:18 e.h.

  Ég á nota bæði 160 og 240 nagla Nokian. Ég er sammála þér um að 240 nagla dekkin eru þung en ég myndi samt vera hræddur við 106 nagla dekkin. Ég eignaðist 160 dekkin fyrst og fékk mér 240 nagla dekkin því mér fannst ég stundum missa grip á 160 nöglunum. Ég myndi segja að 160 framan og aftan eða þá 160 aftan og 240 að framan væri gott. Ég ætla að reyna 160 aftan og 240 framan í vetur, maður hefur þá minna viðnám að aftan þar sem mest þyngdin er en betra grip að framan þar sem maður vill síður skrika.
  Tek fram að ég hef ekki prófað 106 nagla dekk, en hef aldrei heyrt talað vel um þau, bara stundum illa.

 4. hjoladu
  október 2, 2009 kl. 8:18 f.h.

  Það er flott að heyra þetta Árni, það er þá sennilega gott að ég keypti frekar 160 nagla dekkin hand frúnni en ekki 106.

 5. Ólafur Jens
  október 6, 2009 kl. 1:17 e.h.

  Frábær samantekt, sparar mér aldeilis sporin!

  • Ólafur Jens
   október 6, 2009 kl. 1:27 e.h.

   Kannski ein spurning, ertu með 700c dekk eða 26″?

   Þessi 106 nagla Nokian eru mjög freistandi á þessu verði, þessi umfjöllun hér er líka ágæt:
   http://www.icebike.org/Equipment/nokian106.htm

   Ég myndi sjálfur smella þeim á commuter hjól með 700c dekkjum en er pínu hikandi hvort ég verði óánægður með gripið og ætti að bíða þá eftir 160 nagla dekkjunum í 700 stærð.

 6. hjoladu
  október 6, 2009 kl. 9:55 e.h.

  Ég er á 26″. Þori ekki að ráðleggja þér neitt með 106 nagla dekkin fyrst ég hef aldrei prófað þau (og aldrei hjólað á 700cc nagladekkjum yfir höfuð). En þau fá líka þokkalega dóma hjá Peter White, http://www.peterwhitecycles.com/studdedtires.asp (mjög góð síða annars hjá honum).
  Fyrir 700cc eru reyndar til fleiri möguleikar líka, Nokian 240 eru líka framleidd í 700cc. Ég veit ekki til þess að þau séu til hér á landi, en Peter White á þau til. Fyrst við erum byrjaðir að tala um að kaupa dekk að utan, verð ég að minnast á Schwalbe Marathon Winter (240 naglar í 700cc), það er dekk sem ég væri alveg til í að prófa.

  • Ólafur Jens
   október 7, 2009 kl. 3:18 e.h.

   Schwalbe dekkin kosta sirka 20þ fyrir umganginn, alltof dýrt fyrir mig! En þau eru örugglega mjög góð.

   Ég kíkti í Útilíf og þeir eiga bara Kenda Klondike Skinny 100 nagla fyrir 700c á 7900 kr., þeir eiga engin Nokian, ættir kannski að uppfæra bloggpóstinn.

   Finn lítið um þessi Kenda dekk á netinu, eitt review hér sem er svona upp og niður á hversu góð þau eru.
   http://www.roadbikereview.com/cat/wheels/tires-clincher/kenda/PRD_411281_2489crx.aspx

   Ég er á báðum áttum hvort ég ætti að fá mér þessi Kenda dekk eða bíða eftir og sjá hvort að Nokian W106 komi í þessari sendingu seinna í mánuðinum.

 7. hjoladu
  október 7, 2009 kl. 3:29 e.h.

  Takk fyrir að láta vita af þessu.
  Mig grunar að það séu fleiri staðreyndir í póstinum orðnar úreldar núna, en ég lagaði hann samt.
  20 þúsund kall er náttúrulega fáránlega mikið fyrir tvö reiðhjóladekk, en ég efast um að þú sleppir betur með dekk sem eru að lenda hérna núna í okt, því miður.
  Ég myndi ráðleggja þér að kíkja á Fjallahjólaklúbbinn annaðkvöld (fimmtudag 8. okt kl 20.00 í Brekkustíg 2) á vetrarundirbúningsnámskeið hjá Magnúsi Bergssyni. Þar verða örugglega einhverjir sem hafa prófað 106 nagla Nokian í 700c og jafnvel einhverjir sem hafa prófað Kenda dekkin líka, hver veit.

 8. Björgvin
  október 14, 2009 kl. 9:57 f.h.

  Það eru líka til nagladekk í HVELLI á Smiðjuvegi 30 Kópavogi
  Dekkin eru frá Kenda, og hafa reynst ágætlega.

  Verðin eru:
  26-1,95 168 nagla 11,430.kr.
  26-2,10 252 nagla 15,754.kr
  700-35c 100 nagla 10,286.kr
  700-40c 100 nagla 10,311.kr

  Góðann hjólavetur.

 9. hjoladu
  október 15, 2009 kl. 8:52 f.h.

  Takk fyrir þetta Björgvin,
  það var illa gert af mér að gleyma Hvelli.
  En ég held að það sé heldur ekki rétt að uppfæra þessa færslu lengur því aðrar upplýsingar eru hvort eð er orðnar alveg úreltar. Eflaust eru komnar nýjar sendingar og jafnvel ný verð núna.

  Ég skal samt hafa Hvell í huga næst þegar ég þarf að gera verðsamanburð í hjólabúðum 😉

 10. Bjammi
  nóvember 13, 2009 kl. 4:46 e.h.

  Sælir piltar.

  Ég rakst á þetta blogg í leir minni að umfjöllun um nagladekk. Þannig er mál með vexti að ég er nýliði á hjóli (frá því að ég var gutti) og hjóla í háskólann eins oft og ég get 3+ í viku, og var að versla mér 240 dekk að framan og að aftan. En það sem ég er að leitast eftir er að hversu endingagóð eru þessi dekk ef það er ekki enn komin mikil hálka, t.d. á morgnan núna er lúmsk hálka á leið í skólann, en hún er farin um kl 9. Eru naglarnir að spænast upp í fullri snertingu við malbin/gangstétt?

 11. hjoladu
  nóvember 16, 2009 kl. 8:49 f.h.

  Sæll Bjammi,

  Velkominn í hópinn.
  Ég er núna á fimmta vetri á 240 nagla Nokian dekkjum, kannski c.a. 2000-3000 km sennilega helmingur á þurru malbiki. Það sér nánast ekkert á þeim ennþá. Eina sem sést er að naglarnir nær miðjunni eru með aðeins rúnnaðari brodd en naglarnir í hliðunum, en þó langt frá því að teljast „eyddir“.
  Mér skilst að þessi dekk endist mjög vel, jafnvel þó maður hjóli mikið á þurru malbiki. En þegar gúmmíið eldist og fer að morkna fara naglarnir að detta úr, en það hefur ekki ennþá gerst hjá mér. Það segir sig samt sjálft að eftir því sem maður hjólar meira á þurru malbiki og lætur reyna á gripið, því fyr fara naglarnir að „týna tölunni“. Þ.a. nú er bara að dansa snjódansinn!
  Þú ættir að hafa í huga í vor þegar þú skiptir yfir á sumardekkin að merkja hvort dekkið var að aftan og víxla þeim svo í haust. Það jafnar út slitið svolítið.

 12. Örlygur S.
  október 27, 2010 kl. 2:28 e.h.

  Það er hafin umræða á vef ÍFHK um nagladekk og ég sópaði þessum upplýsingum þangað – og sömuleiðis ágætri umfjöllun um nagladekkk síðuskrifara.

  Í lokin, úr því fólk er að leita að upplýsingum um Kenda nagladekk; þá er ég með (168 n) Kenda Klondike að framan. Hefur komið vel út í glærahálku. Þessi dekk eru með nöglum í jöðrum og jafnvel þótt þau séu fullpumpuð (65psi) grípa þau sallafínt. Enn betur ef hleypt er aðeins úr vænti ég. Á eftir að prófa það í snjó og þyngri færð. Ö.

 1. febrúar 16, 2010 kl. 2:09 e.h.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: