Heim > Uncategorized > Einkavæðing bílastæðahúsa

Einkavæðing bílastæðahúsa

Hér er grein á mbl.is um samþykkt borgarráðs á tillögu um að kanna kosti þess að einkavæða bílastæðahús. Mér þykir fróðlegt að það er fulltrúi VG sem á tillöguna.
VG hefur nefnilega hingað til talið (réttilega) að einkavæðing þjónustu bjóði upp á kostnaðarauka fyrir neytendur og eigi alls ekki að beita á grunnþjónustu. Því skil ég þessa frétt þannig að fulltrúar VG í borgarráði telji bílastæði ekki til grunnþjónustu.
Samfylkingarmenn hafa hingað til viljað kanna með jákvæðum huga „aðkomu einkaframtaksins“ að þeim hluta samfélagsþjónustu sem ekki telst til grunnþjónustu. En samfylkingin greiddi atkvæði á móti tillögunni um bílastæðahúsin, og þá hlýtur maður að álykta að samfylkingin líti á bílastæðahúsin sem grunnþjónustu. Hvað ætli Dofra Hermannssyni finnist um það?

Auglýsingar
 1. september 3, 2009 kl. 10:44 e.h.

  Sæll. Í raun eru bílastæði stórlega niðurgreidd. Raunkostnaður við bílastæði er líklega á bilinu 30-50 þúsund á mánuði. Þegar þau eru niðurgreidd svona erum við auk þess að kalla yfir okkur kostnað við aukaakreinar og mislæg gatnamót út um alla borg fyrir hundruð milljarða sem eru allir borgaðir með sköttunum okkar. Svifyk, umferðarhávaði og borgarbyggð þar sem meira en helmingur landsins fer undir umferðarmannvirki er allt afleiðing af skekkju þar sem bíllinn er niðurgreiddur langt umfram strætó – að ekki sé talað um hjól.
  Ég held að það sé hins vegar fráleitt að selja bara einhver bílastæðahús. Það er ekki hægt að undanskilja bílastæði bílastæðasjóðs úti við götu í miðborginni.
  En það sem er gott við þessa hugmynd er að ef bílastæði borgarinnar yrðu seld einkaaðilum þá myndu þeir auðvitað hætta að niðurgreiða þau. Við það myndi draga úr ónauðsynlegri umferð sem myndi spara skattborgurum stórfé. En þetta þarf að ræða áður en það er farið að framkvæma eitthvað.
  Auðvitað eru bílastæði hluti af nauðsynlegri þjónustu en það er full langt gengið að kalla þau grunnþjónustu. Borginni ber skylda til að sjá íbúum fyrir góðum samgöngum en það er ekkert sem segir að það verði endilega í öllum tilvikum að vera vegur fyrir einkabíl með ódýru stæði á dýrasta stað í borginni. Strætó, hjól og góðir fætur eru líka valmöguleikar eins og við sjáum í öðrum borgum.
  Mér finnst þetta mjög áhugavert mál sem þarf að ræða vel áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Allt sem dregur úr kostnaði við samgöngur, umferðarhættu, mengun og öðrum fylgifiskum ofnotkunar einkabílsins er þess virði að skoða það vel.

 2. hjoladu
  september 8, 2009 kl. 9:38 f.h.

  Dofri,
  ég sé ekki annað af þessu svari en að við séum tiltölulega sammála um þessi mál. En ég get ekki skilið af þessu svari ástæðu þess að fulltrúar samfylkingar ákváðu að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um að kanna kosti þess að einkavæða bílastæðahúsin. Eins og þú segir sjálfur þá þarf að ræða þessi mál áður en hægt er að gera eitthvað í þessu.

 3. september 10, 2009 kl. 10:39 f.h.

  Ef bílastæðahúsin verða seld ætti að selja þau óskyldum aðilum til að tryggja dreift eignarhald þannig að einhver skilyrði verði fyrir samkeppni milli þeirra. Hversvegna ætti rekstur bílastæða ekki að geta verið gróðaatvinnuvegur hér sem annarstaðar?

  Meira um bílastæði. Löggjafinn gæti sett lög sem skylda aðila til að taka greitt fyrir bílastæði þar sem boðið er upp á þau. Einnig mætti skylda vinnuveitendur til að taka greiðslu fyrir bílastæði launþega eða ellegar taka hlunnindi fyrir bílastæðin af launum launþega í staðgreiðslu skatta. Við byggingu nýs íbúðarhúsnæðis væri hægt að skylda aðgreiningu íbúða og bílastæða í sölu. Þannig gæti maður keypt íbúð án bílastæðis, íbúð með 1 bílastæði eða fleiri eftir þörfum eða leigt bílastæði tímabundið eða til frambúðar.

  arnid.blog.is

 4. hjoladu
  september 10, 2009 kl. 2:39 e.h.

  Árni,
  Ég er sammála því að bílastæðin ættu að vera frekar í höndum fleiri óskyldra félaga. Mér finnst líka fáránlegt að það sé ókeypis að leggja (bæði fyrir starfsmenn og gesti) við opinberar stofnanir eins og t.d. skóla. En ég held að það sé ekki rétt að skylda einkafyrirtæki til þess að taka gjald fyrir bílastæðin, eðlilegra sé að þetta sé bara hluti af heildar umhverfisstefnu fyrirtækja. Þetta þarf allt að byrja sem hugarfarsbreyting hjá neytendum og kjósendum.
  Þó að bílastæðin séu í einkaeigu er alveg hægt að nota borgarsjóð til þess að niðurgreiða notkunina og jafnvel stýra henni, t.d. ef af skipulagslegum eða umferðartæknilegum ástæðum er æskilegra að einhver ákveðin stæði séu notuð umfram önnur. En ef bílastæðin komast í einkaeigu ætti að vera auðveldara að sjá kostnað þjóðfélagsins af þeim.
  Varðandi bílastæði og íbúðir, þá er það fyrsta sem þarf að gera að laga byggingarreglugerðina. Hún segir t.d. að það megi ekki skipuleggja íbúðabyggð nema hafa 2 stæði per íbúð. Þú getur rétt ímyndað þér hversu fáránleg krafa þetta er t.d. ef við erum að hugsa um slippsvæðið eða vatnsmýrina.

 5. september 10, 2009 kl. 5:38 e.h.

  Það virðist reyndar vera miskilningur að byggingarreglugerð fyrirskipi ákveðið mörg stæði. Hún segir í 64. gr. að um fjölda bílastæða sé kveðið á í deiliskipulagi. Ef hinsvegar ekki er tiltekin fjöldi bílastæða í deiliskipulagi gildir reglan um lágmarksfjölda stæða. Þannig virðist alveg hægt að deiliskipuleggja með færri bílastæði en sagt er í greinum 64.3 – 64.9.
  Úr byggingarreglugerð: http://tinyurl.com/441-1998
  64. gr.
  Bílastæði á lóð.
  64.1 Um fjölda bílastæða er kveðið á í deiliskipulagi.
  64.2 Ef ekki er kveðið á um annað í deiliskipulagi þá gilda mgr. 64.3 – 64.9.
  64.3 Á hverri lóð íbúðarhúss skulu vera a.m.k. 2 bílastæði fyrir hverja íbúð sem er stærri en 80 m2, en a.m.k. 1 bílastæði fyrir hverja íbúð sem er 80 m2 eða minni.

  Bílastæði geta líka verið annarstaðar en á viðkomandi lóð skv. 28. gr. byggingarreglugerðar:
  28. gr.
  Bílastæðagjöld.
  28.1 Ef ekki er unnt að koma fyrir á lóð nýbyggingar þeim fjölda bílastæða sem kröfur eru gerðar um getur sveitarstjórn ákveðið að innheimta bílastæðagjald af hlutaðeigandi lóð. Sama á við ef breytt notkun húsnæðis leiðir til þess að kröfur um bílastæði aukast. Gjaldið má nema allt að áætluðum kostnaði við gerð þeirra bílastæða sem á vantar. Sveitarstjórn getur sett sérstaka gjaldskrá um bílastæðagjöld í sveitarfélaginu sem umhverfisráðherra staðfestir.

  Skipulagsreglugerð talar að vísu um lágmarksákvæði um fjölda bílastæða en þau ákvæði eru síðan ekki finnanleg í reglugerðinni.
  Úr skipulagsreglugerð: http://tinyurl.com/400-1998
  3.1.4 Deiliskipulag.
  Ákvæði um fjölda bílastæða, og stæða fyrir reiðhjól þar sem það á við, skulu sett hverju sinni í deiliskipulagi á grundvelli stefnu aðalskipulags. Eftirfarandi lágmarksákvæði gilda varðandi fjölda bílastæða og bílastæða fyrir fatlaða. Unnt er að víkja frá þessum lágmarksákvæðum í deiliskipulagi ef sýnt er fram á að bílastæðaþörf sé minni eða unnt sé að uppfylla hana með öðrum hætti.

  Eftir stendur að það virðist vera hægt að deiliskipuleggja með færri bílastæðum en í 64.3 – 64.9 gr. byggingareglugerðar. Tala ekki um ef hverfi er skipulagt eins og þétt borg með blandaðri byggð íbúða, þjónustu, verslunar og atvinnufyrirtækja og góðum almenningssamgöngum.

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: