Heim > Uncategorized > Algengar spurningar:

Algengar spurningar:

Hvernig á ég að hafa efni á hjóli?

Það þarf ekki merkilegt hjól í þetta! Landið er stútfullt af lítið notuðum hjólum sem eru meira en nógu góð fyrir þig. Kíktu niður í geymslu, þú gætir átt 1 eða 2 sjálfur!

Hvernig á ég að byrja?

Fyrsta skrefið er að finna hjól. Flestir eiga þegar eitthvert hjól. Fjallahjólið í geymslunni, gamla 10 gíra hrútastýrishjólið eða 3ja gíra DBS hjólið hennar mömmu, þetta dugar til að byrja með! Það þarf að pumpa í dekkin, smyrja keðjuna og athuga að bremsurnar séu í lagi og hjóla af stað! Ef ekki er hægt að finna ódýr notuð hjól (t.d. hjá Sorpu, á uppboði hjá Löggunni, hjólabúðum osfrv.).
Ef fleiri en eitt hjól koma til greina er það stærðin á stellinu sem er mikilvægasta atriðið til að hafa í huga þegar valið er úr. Maður ætti ekki rjúka til og kaupa dýrt hjól fyrr en maður hefur nokkra reynslu af því að hjóla í vinnuna því það er alls ekki auðvelt að velja sér rétt hjól til lengri tíma.

Hvaða leið á ég eiginlega að hjóla?

Þar gildir að hugsa ekki eins og maður gerir þegar maður er á bíl, heldur Velja frekar rólegar og fáfarnar götur og stíga þar sem er minna um bíla og betra skjól.
Það er mikið betra að hjóla á götunni þar sem lítil umferð er heldur en að vera á gangstéttinni við stórar umferðargötur. Það er um að gera að prófa fleiri en eina leið (jafnvel þó þær séu aðeins lengri en sú styðsta) og það er upplagt að fara mismunandi leiðir eftir veðri eða eftir því í hvernig skapi maður er.
Best er að vera búinn að prófa a.m.k. eina leið eftir vinnu eða á frídegi áður en maður fer í fyrsta skipti á hjóli í vinnuna. Þá gerir maður sér betur grein fyrir því hversu lengi (fljótur) maður er á leiðinni og áttar sig á því hvort maður svitni mikið á leiðinni (þá getur maður gert ráðstafanir).

Hvernig á ég að klæða mig?

Manni hitnar við að hjóla. Mismikið þó eftir því hversu mikið maður reynir á sig. En maður þarf ekki að vera mjög mikið klæddur. Það þarf heldur ekki einhvern sérstakan „hjólafatnað“ eða „útivistarfatnað“.
Gallabuxur eru þó verstu hjólabuxurnar að mínu mati. Mörgum þykir gott að skipta um amk buxur og bol þegar komið er í vinnuna. Prófið ykkur áfram, það er mjög persónubundið hvað virkar. Íþróttabuxur af einhverju tagi, þunn peysa eða síðerma bolur, eitthvað þunnt og vindhelt og þunnir fingravetlingar dugar mér frá byrjun maí til október.
Ef menn þurfa eitthvað hlýrra er betra að bæta við öðrum bol eða annari þunnri peysu en að fara í þykka úlpu eða flíspeysu. Setjið buxnaskálmarnar ofan í sokkana ef þið eruð ekki með keðjuhlíf. Gleymið bara ekki að taka buxurnar uppúr aftur þegar þið eruð komin í vinnuna, annars verðru hlegið að ykkur.

En ég svitna svo rosalega, hvað geri ég í því?

Flestir svitna þegar þeir hjóla og halda að það sé eitthvða vandamál. Þau vandamál er þó yfirleitt hægt að leysa, hér nefni ég nokkur ráð til þess að sviti haldi ekki aftur af manni.
Fara í sturtu þegar komið er í vinnun. Ef það er sturta á vinnustaðnum, sundlaug eða líkamsræktarsalur í nágrenninu er það fyrirtaks ráð.
Þrífa sig inni á baði í vinnunni og skipta um blaut föt. Sumir nota blautþurkur (sem ætlaðar eru til að þrífa bossana á smábörnum). Ef þið viljið ekki bera með ykkur föt á hverjum degi er hægt að fara með vikuskammt einusinni í viku í vinnuna.
Fyrir þá sem svitna bara lítið (hjóla bara rólega, taka sér tíma í þetta) dugar oft að fara bara í sturtu heima áður en lagt er af stað og leyfa svitanum svo bara að þorna eftir að komið er í vinnuna. Það kemur engin svitalykt þó hreinn líkami svitni pínu.
Hér gildir það sama og í mörgu öðru, lausnirnar eru persónubundnar og menn verða að prófa sig áfram. En langflestir geta leyst þetta á auðveldan hátt.

Hvar á ég að geyma hjólið í vinnunni?

Á Íslandi er sem betur fer ekki mikið um að hjólum sé stolið ef þeim er þokkalega læst. Því er hægt að geyma hjól nánast allsstaðar fyrir utan vinnustaði. Betra er þó að koma þeim í innanhússgeymslu. Á mörgum vinnustöðum eru einhverjir staðir þar sem hægt er að koma hjólinu fyrir inni án þess að það sé fyrir öðrum. Þeir sem eru á fínum og dýrum hjólum gætu líka komið sér upp öðru ódýru (gömlu en vel nothæfu) hjóli til að nota í þetta svo geymslan sé ekki jafn mikið vandamál.

Já, en er þetta ekki stórhættulegt?

Hjólreiðar eru ekki hættulausar. En þó er það þannig, að það er tölfræðilega mikið hættulegra heilsunni að keyra í vinnuna en að hjóla í vinnuna!
Það er margt sem maður getur gert til þess að minnka slysahættuna. Þar gildir að vera með hjálm á hausnum, passa að hjólið sé ekki hættulegt (bremsur í lagi og stellið heilt), fylgja umferðarreglum og fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum mann.

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: